Leikskólabörn senda íslenska landsliðinu kveðju frá Akranesi
Írskir dagar voru settir á Akranesi í dag með táknrænum hætti. Börn af leikskólum bæjarins mættu á Akratorg klædd fötum í írsku fánalitunum. ,,Markmið Írskra daga er að stuðla að samheldni á meðal íbúa og hátíðin gengur vel ef allir eru jákvæðir og góðir hver við annan“ sagði Regína bæjarstjóri við setninguna. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, sem var stödd í heimsókn á Akranesi, ávarpaði gesti og bað börnin um að hjálpa sér að senda kveðju til íslenska landsliðsins með því að framkvæma saman hið heimsfræga Víkingahróp „HÚ!“.
Írskir dagar eru haldnir í sautjánda sinn og stendur hátíðin yfir frá fimmtudegi til sunnudagskvölds. Í kvöld verða tónleikar á Akratorgi þar sem ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk á Akranesi kemur fram með stórhjómsveit. Hátíðinni lýkur á sunnudagskvöld í Garðalundi, skógræktarsvæði Akurnesinga, þar sem landsleikur Íslands og Frakklands verður sýndur á risaskjá. Að sögn Hallgríms Ólafssonar, verkefnastjóra Írskra daga, tóku fyrirtæki í bænum mjög vel í að styðja við þetta framtak og eiga þakkir skildar. Góð aðstaða er til að grilla í Garðalundi og hafa bæjarbúar verið hvattir til að mæta þangað með tjaldstóla og nesti.
Írskir dagar eru fyrst og fremst fjölskylduhátíð segir Regína og allir aldurshópar eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrána má finna á www.akranes.is og á fésbókarsíðu Írskra daga.
Kveðjuna má sjá hér
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember