Leikskólarnir heimsækja slökkvistöðina - forvarnir og fræðsla
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar hefur í gegnum árin verið í samstarfi við leikskólana á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit með eldvarnarfræðslu og forvarnir fyrir elstu börn leikskólana.
Samstarfið felur m.a. í sér heimsókn slökkviliðsins á leikskólana, notkunar fræðsluefnisins um slökkviálfana Loga og Glóð og einnig heimsókn leikskólabarnanna á slökkvistöðina. Fræðslan á leikskólunum felst t.d. í eftirlitsferðum leikskólabarna um húsnæði leikskólans, en þá merkja þau við hvort að slökkvitæki, reykskynjarar og annar öryggisbúnaður sé fyrir hendi. Einnig fá þau fræðsluefni með sér heim, þar sem þau geta ásamt foreldrum/forráðamönnum yfirfarið eldvarnir heimilisins.
Markmiðið með þessu verkefni er tryggja að eldvarnir í leikskólunum sé eins og best er á kosið, ásamt því að minna börn og foreldra á mikilvægi þess að hafa allar eldvarnir á heimilinu í lagi.
Í gær mættu leikskólabörnin á slökkvistöðina að Kalmansvöllum 2, þar kynntu þau sér starf slökkviliðsmanna í leik og starfi, óhætt er að segja að heimsóknin hafi vakið mikla lukku.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember