Leyfi til hvalveiða - yfirlýsing bæjarráðs Akraness
Bæjarráð Akraness fagnar þeirri ákvörðun matvælaráðherra að gefa út leyfi fyrir hvalveiðum.
Bæjarráð Akraness áréttar að í gildi eru lög um hvalveiðar, byggð á veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í þessari atvinnugrein sem öðrum er fyrirsjáanleiki nauðsynlegur. Því miður hefur sá fyrirsjáanleiki ekki alltaf verið til staðar og hefur sú staða skapað verulegt tjón fyrir marga.
Stöðvun hvalveiða við upphaf vertíðar 2023 var reiðarslag fyrir fjölda starfsmanna Hvals hf, sem höfðu ráðið sig til starfa og starfsemi fyrirtækisins, sem bitnaði hart á afkomu fjölda fólks og þar af leiðandi á samfélaginu á Akranesi.
Bæjarstjórn Akraness mótmælti harðlega fyrirvaralausri stöðvun veiða sumarið 2023. Vorið 2024 veitti Bæjarstjórn Akraness umsögn til matvælaráðherra um fyrirkomulag veiða, en ákvörðun þáverandi ráðherra kom of seint og olli því að vertíð varð ekki sumarið 2024.
Stöðvun hvalveiða hefur því haft í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón, bæði fyrir bæjarsjóð Akraness og þjóðarbúið í heild.
Framtíð hvalveiða skiptir samfélagið á Akranesi miklu máli og mikilvægt að skapa veiðum og vinnslu á hval fyrirsjáanleika.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember