Líflegur fundur með bæjarstjórn unga fólksins
Þann 21. nóvember kom bæjarstjórn unga fólksins saman til fundar í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar ásamt fulltrúum bæjarstjórnar, bæjarstjóra og starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar stýrði fundinum. Bæjarfulltrúar að þessu sinni voru Ísak Örn Elfarsson f.h. nemendafélags Grundaskóla, Selma Dögg Þorsteinsdóttir f.h. Arnardalsráðs, Aron Kristjánsson f.h. nemendafélags Brekkubæjarskóla, Gylfi Karlsson f.h. Arnardalsráðs, Birta Björgvinsdóttir f.h. Hvíta húss ráðs, Guðjón Snær Magnússon f.h. nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands, Elísa Eir Ágústsdóttir f.h. Hvíta húss ráðs og Jón Hjörvar Valgarðsson formaður Ungmennaráðs og áheyrnarfulltrúi í skóla og frístundaráði.
Eins og við var að búast komu margar góðar og gagnlegar ábendingar frá unga fólkinu. Það hrósaði því sem vel er gert og benti á það sem betur má fara í bænum okkar, skólum og frístundum. Helst voru ungmennin ánægð með frían strætó, frítt í sund fyrir 16 ára og yngri, frítt í ræktina fyrir iðkendur hjá ÍA, skemmtilega viðburði í bænum og bæjarhátíðir eins og Írska daga og Vökudaga. Þá voru krakkarnir ánægðir með tónlistarskólann og allan þann fjölda íþróttagreina sem hægt er að stunda á Akranesi. Þau lýstu einnig yfir mikilli ánægju með lagfæringar á götum bæjarins og hvöttu til áframhaldandi vinnu þar. Það sem helst má bæta að þeirra mati eru húsbúnaður í grunn- og framhaldsskólanum, einangra eða koma hita í Akraneshöllina, auka opnunartíma í Arnardal og hafa meira opið fyrir 7. bekk. Setja einnig hjólagrindur við skólana og stofnanir bæjarins, laga umferðarmerkingar og halda áfram að laga göturnar. Einnig kom fram að Skagamenn þurfa að vera duglegri að tala bæinn upp og auglýsa betur allt það sem er í boði í þessum góða bæ.
Eftir framsögu ungmennanna fór fram spjall við hina eiginlegu bæjarfulltrúa og sköpuðust afar líflegar og ekki síður gagnlegar umræður. Bæjarstjóri og kjörnir bæjarfulltrúar þökkuðu ungmennunum fyrir vel undirbúin erindi og málefnalega framgöngu. Hér má nálgast fundargerð fundarins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember