Listahátíðir á Vesturlandi - Opið kall
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi kalla eftir hugmyndum af hátíðum á svæðum á Vesturlandi þar sem listahátíðir eru alla jafna ekki að fara fram og uppfylla skilyrði sem sett eru fram verkefninu.
„Listahátíðir á Vesturlandi“ er hluti af áhersluverkefninu „Menningargróska“ og er sett fram til að efla framboð á faglegum listahátíðum í landshlutanum. Er þetta liður í að uppfylla markmið Sóknaráætlunar Vesturlands um að auka hlutdeild skapandi atvinnugreina í atvinnulífi svæðisins og að Vesturland verði þekkt fyrir ríkt menningarstarf með öflugari markaðssetningu.
Verkefnið er útfært þannig að gerður er samningur við aðila sem hyggjast efna til listahátíðar árið 2024, en skuldbinda sig til að undirbúa og skipuleggja sín verkefni með t.d. gerð fjármagns- og verkáætlana, skoðana á samskonar hátíðum og svo framvegis. Valin verða að hámarki þrjú verkefni til þátttöku og mun fá á bilinu 500-800 þúsund krónur í verkið. Auk þess munu ráðgjafar SSV veita ráðgjöf í ferlinu.
Makmiðið er að haustið 2023 verði tilbúið handrit að listahátíð sem má nýta til frekari fjármögnunar og umsókn í Uppbyggingarsjóð Vesturlands 2024.
Þau skilyrði sem verkefnin verða að uppfylla eru:
- Sé grasrótarhátíð – þ.e. hafi ekki farið fram áður
- Séu með sérhæfðum listgreinum – t.d. sviðslistir, myndlist, uppistand, hlaðvarp o.s.frv.
- Séu ekki bæjarhátíðir eða íþróttaviðburðir
- Sveitarfélög og stofnanir í opinberum rekstri hafa ekki rétt á þátttöku
- Kostur er að hugað sé að barnamenningu
- Hafi verkefnastjórnanda og/eða listrænan stjórnanda sem hefur hlotið menntun og/eða reynslu í viðkomandi listgrein
- Með framkvæmd viðburðarins skapist atvinnu- og viðskiptatækifæri fyrir ferðaþjónustaðila á starfsvæði hátíðanna
- Fari ekki í beina samkeppni við aðrar listahátíðir eða menningarviðburði á Vesturlandi
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember