Málefni almannavarna rædd á Akranesi
Fyrsti fundur almannavarnarnefndar Akraness á árinu 2016 var haldinn þriðjudaginn 8. mars síðastliðinn á bæjarskrifstofunni á Akranesi. Á fundinum voru viðstaddir, Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn, Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið, Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Rólant Dahl Christiansen heimilislæknir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og fulltrúar Björgunarfélags Akraness, Þór Bínó formaður og Björn Guðmundsson.
Á dagskrá fundarins var m.a. fyrirhuguð almannavarnaræfing í Hvalfjarðargöngum í vor, rætt var um samstarf og samvinnu lögreglu og björgunarsveita en þar kom fram hjá formanni nefndarinnar að það sé gagnkvæmur vilji á Vesturlandi til að efla enn frekar samstarfið. Þá var einnig kynnt vinna við gerð viðbragðáætlunar fyrir hópslys og er sú vinna þegar hafin fyrir allt umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.
Í lok fundarins kynnti lögreglustjóri að frá miðju ári 2016 verða tveir yfirlögregluþjónar búsettir á Akranesi þar sem Ólafur Guðmundsson mun flytjast búferlum frá Stykkishólmi til Akraness á vormánuðum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember