Malíbó opnar á Aggapalli í sumar
Bætast mun í veitingaflóruna á Akranesi í sumar en bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 29. febrúar s.l. að leigja út húsið á Aggapalli til Rakelar Mirru Njálsdóttur. Rakel ætlar að opna þar nýjan stað, Malíbó, og selja léttar veitingar.
"Malíbó er staður sem verður opnaður á Aggapalli í sumar þar sem boðið verður upp á Boozt, skálar og beyglur til sölu. Minn draumur er að geta boðið Akurnesingum og gestum Akraness upp á hollari kost í mat og drykk í fallegu umhverfi við sjóinn og sandinn. Ég vona að með þessu muni færast enn meira líf og fjör á svæðið þar sem þegar er fjölbreytt afþreying í boði. Ég hlakka gríðarlega mikið til að takast á við þetta verkefni og vona innilega að þessu verði vel tekið af þeim sem eiga leið um strandlengjuna í sumar. Einnig má alltaf gera sér ferð og koma og heimsækja okkur á Malíbó" segir Rakel Mirra Njálsdóttir, eigandi Malíbó.
"Við erum mjög ánægð með að þetta verkefni á Aggapalli í sumar er að raungerast og afskaplega stolt af því að geta með þessum samningi stutt við frumkvöðlastarfsemi i sveitarfélaginu. Við vonum að veitingasölunni verði vel tekið af íbúum og öðrum sem njóta góðs af þessari viðbót við lífið við Langasand í sumar", segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember