Mannréttindastefna höfð að leiðarljósi í íþróttamannvirkjum bæjarins
Á fundi skóla- og frístundaráðs Akraness í gær, 18. janúar, var samþykkt tillaga um að setja umgengnisreglur fyrir sundstaði á Akranesi. Í bókun ráðsins var áréttað að bæjaryfirvöld leggi áherslu á að Akraneskaupstaður verði hér eftir sem og hingað til framsækið bæjarfélag sem leggur meðal annars áherslu á almenna notkun á íþróttamannvirkjum bæjarins með heill bæjarbúa og gesti þeirra að leiðarljósi.
Ráðið samþykkti að farið yrði strax í vinnu við að móta umgengnisreglur fyrir íþróttamannvirki bæjarins til þess að þeir sem þau sækja geti notið þeirrar þjónustu sem þar er í boði og gestir og starfsfólk geti átt ánægjuleg og uppbyggileg samskipti.
Ráðið leggur áherslu á að gestum sé ekki mismunað til að mynda á grundvelli kyns, litarháttar, trúarbragða eða fötlunar í samræmi við mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar. Í mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar kemur fram að stefnan lýsi framtíðarsýn bæjaryfirvalda í mannréttindamálum og grundvallist á jafnræðisreglunni sem birtist í öllum helstu mannréttindasamþykktum. Þar er kveðið á um að allar manneskjur skulu njóta mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar eða annarra tilfallandi eiginleika eða stöðu. Ennfremur segir að mannréttindi séu algild og allir eigi að njóta þeirra jafnt. Því er brýnt að til séu reglur sem banna mismunun og skilgreindar leiðir til að bregðast við ef misbrestur verður á því að jafnræðisreglan sé virt.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember