Menningarstefna Akraneskaupstaðar lítur dagsins ljós
Menningarstefna Akraness var samþykkt á 1275. fundi bæjarstjórnar þann 22. maí 2018. Stefnan hefur verið í vinnslu hjá menningar- og safnanefnd frá upphafi árs 2017. Ýmsir aðilar hafa komið að mótun stefnunnar og var m.a. haldinn opinn vinnufundur með íbúum þann 17. apríl síðastliðinn.
Tilgangur Menningarstefnu Akraness er að setja fram áherslur í málaflokknum og skapa jarðveg svo menningarlíf á Akranesi haldi áfram að blómstra og eflast. Í stefnunni er lögð áhersla á að kaupstaðurinn móti umgjörð og veiti stuðning við menningarlíf og að íbúar hafi tök á að standa fyrir og sækja fjölbreytta viðburði. Hlúð verði sérstaklega að menningaruppeldi og að starfsemi menningarstofnana sé metnaðarfull ásamt því að hvatt sé til samstarfs í sem víðustum skilningi. Í stefnunni eru tilgreind fjögur meginmarkmið fyrir málaflokkinn og eru þau eftirfarandi:
- Akraneskaupstaður móti umgjörð og veiti stuðning, í þeim tilgangi að sköpun og upplifun menningar og lista blómstri.
- Akraneskaupstaður standi fyrir og styðji við viðburðahald sem er opið öllum.
- Akraneskaupstaður vinni markvisst að menningaruppeldi barna og ungmenna svo að menning og listsköpun verði sjálfsagður og eðlilegur þáttur í lífi þeirra.
- Akraneskaupstaður hlúi að helstu stoðum menningar í samfélaginu, standi vörð um sögu og menningu kaupstaðarins og miðli henni til bæjarbúa.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember