Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2018
Hin árlegu menningarverðlaun Akraneskaupstaðar verða afhent á menningarhátíðinni Vökudögum sem haldin verður 25. október til 4. nóvember næstkomandi. Búið er að opna fyrir tilnefningar og er hægt að tilnefna til og með 7. október. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri til að hafa áhrif á það hver fái menningarverðlaunin 2018. Mikilvægt er að setja inn rökstuðning með tilnefningunni.
Guðbjörg Árnadóttir hlaut Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2017 fyrir framúrskarandi framlag til menningarmála á Akranesi. Guðbjörg Árnadóttir hefur um áratuga skeið unnið ötullt og óeigingjarnt starf fyrir Skagaleikflokkinn, nú Leikfélagið Skagaleikflokkinn og komið að fjölmörgum leiklistartengdum viðburðum á Akranesi. Guðbjörg hefur tekið þátt í fjölmörgum leiksýningum Skagaleikflokksins, ýmist sem leikari, leikstjóri, framkvæmdastjóri, hvíslari, miðasöludama, kaffikerling og svo mætti lengi áfram telja. Hún hefur einnig kennt leiklist til fjölda ára við Brekkubæjarskóla og staðið fyrir leiklistarnámskeiðum á Akranesi. Þá hefur hún á undanförnum árum verið forsprakki í sögugöngum sem hafa verið framkvæmdar með mismunandi áherslum frá ári til árs í samstarfi við Bókasafnið á Akranesi. Hér er hægt að sjá hverjir hafa fengið menningarverðlaun Akraneskaupstaðar frá árinu 2007.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember