Fara í efni  

Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti Akranes

Þann 24. ágúst sl. kom Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn á Akranes ásamt fulltrúum frá ráðuneytinu og Barna- og fjölskyldustofu. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna og ræða stöðu innleiðingar farsældarlaganna (lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021) á Akranesi. En Akraneskaupstaður er eitt af fjórum frumkvöðlasveitarfélögum í innleiðingarferlinu í samstarfi við Barna- og fjölskyldustofu. Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri samþættrar þjónustu og Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri á mennta- og menningarsviðs héldu kynningu á stöðu verkefnisins. Að því loknu voru góðar umræður um tækifæri og áskoranir við innleiðingu á lögum í þágu farsældar barna.

Á fundinn mættu fulltrúar frá leik- og grunnskóla Akraness, FVA og kjörnir fulltrúar ásamt starfsmönnum Akraneskaupstaðar sem koma að innleiðingu farsældarlaganna með einum eða öðrum hætti.

Meðfylgjandi eru myndir frá fundinum.

 <
Sólveig Sigurðardóttir, verkefnastjóri samþættrar þjónustu og barnvæns sveitarfélags.


Dagný Hauksdóttir, verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði. 

'


Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Sólveig Sigurðardóttir, Dagný Hauksdóttir og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00