Merkurtún - ævintýra- og fjölnota leikvöllur
Í verkefninu Okkar Akranes um „opin græn svæði“ hlaut hugmyndin Ævintýragarður á Merkurtúni – hönnun, flest atkvæði í kostningu íbúa.
Framkvæmdaáætlunin var þannig að Ævintýragarður á Merkurtúni var sett í hönnun. Fengnar voru þrjár frambærilegar hönnunarstofur til að setja fram tillögur og eða frumhönnun. Allar fengu þær sömu punkta sem upplag fyrir verkefnið. Hugmyndin var að útbúa fjölnota leikvöll og sameina um leið nokkrar tillögur sem bárust, eins og leiksvæði fyrir allan aldur, leiktæki með aðgengi fyrir alla, ungbarnasvæði, sparkvöllur og þúfnahopp. Uppsetning og frágangur verður á næstu tveimur árum. Þeir landslagsarkitektar sem fengnir voru til að koma með tillögur voru: Hermann Ólafsson hjá Landhönnun, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, María Lísbet Ólafsdóttir og Vilborg Þórisdóttir hjá Landlínum og Lilja Filippusdóttir hjá Lilium. Skipulags- og umhverfisráð fékk kynningu frá öllum aðilum og fór svo vel og vandlega yfir tillögurnar. Samþykkt var að velja tillögu Lilju Filippusdóttur hjá Lilium. Tillaga Lilju þótti útfæra þær hugmyndir best sem unnið var út frá. En haft var samráð við ýmsa aðila varðandi verkefnið. Lilja mun vinna tillögu sína svo áfram og útfæra hana í fullnaðar teikningu.
Allar þrjár tillögurnar og fylgiskjöl er hægt að skoða hér.
Landhönnun Merkurtún - tillaga Merkurtún - uppdráttur
Landlínur Merkurtún - Holt og hæðir Merkurtún - Sumar og vetur
Lilium Merkurtún - tillaga Merkurtún - kynning Merkurtún - uppdráttur
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember