Mikil ásókn í nýjar lóðir á Akranesi
Akraneskaupstaður auglýsti um miðjan janúar síðastliðinn nýjar fjölbýlishúsalóðir í Skógarhverfi 1. og 2. áfanga lausar til umsóknar. Um var að ræða átta par- og raðhúsalóðir við Álfalund og Akralund með samtals 28 íbúðum og tólf fjölbýlishúsalóðir við Asparskóga með um 150 íbúðum. Umsóknarfrestur rann út miðvikudaginn 7. febrúar síðastliðinn.
Alls bárust 44 umsóknir sem náðu til sex par- og raðhúsalóða og átta fjölbýlishúsalóða. Um þessar mundir er verið að yfirfara umsóknirnar á skipulags- og umhverfissviði og huga að úrdrætti þeirra en það er bæjarráð sem hefur yfirvald til lóðaúthlutunar. Nánari upplýsingar um lóðirnar má finna hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
„Mikil uppbygging er að eiga sér stað á Akranesi og finnum við vel fyrir því. Byggingarverktakar eru farnir að leita á Akranes til verka sem og íbúar á höfuðborgarsvæðinu skoða Akranes sem vænan valkost til flutninga, hér á Akranesi er að finna alla þjónustu sem bæjarbúar þurfa.“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. Niðurrif Sementsverksmiðjunnar gengur vel en þar mun á næstu árum rísa blönduð byggð með 350 íbúðum. Svokallaður Dalbrautarreitur er í undirbúningi fyrir útboð á byggingarrétti fyrir fjögur fjölbýlishús með 130 íbúðum og er stefnt að útboðið verði um næstu mánaðarmót.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember