Mikil gróska í lista- og menningarlífi ungmenna á Akranesi
Mikil gróska er í lista- og menningarlífi ungmenna á Akranesi og hefur félagsmiðstöðin Arnadalur í samvinnu við grunnskóla bæjarfélagsins unnið ötullega að því að skapa vettvang fyrir ungmenni til að blómstra. Tvær spennandi keppnir fóru fram nýverið á vegum félagsmiðstöðvarinnar, annars vegar undankeppni fyrir Stíl hönnunarkeppni Samfés og hins vegar hæfileikakeppni grunnskólanna á Akranesi sem haldin var í Bíóhöllinni. Einnig áttum við glæsilega fulltrúa í danskeppni Samfés sem haldin var á föstudaginn síðastliðinn.
Hönnunarkeppnin Stíll - Glæsilegir fulltrúar frá Akranesi.
Stíll er árleg hönnunarkeppni á vegum Samfés þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem ungmennaráð Samfés ákveður hverju sinni. Keppnin hefur verið haldin frá árinu 2000 og hefur það markmið að hvetja unglinga til listsköpunar, frumlegrar hugsunar og að sýna sköpunarhæfileika sína. Nemendum í Grunnskólum á Akranesi hefur boðist að taka þátt í STÍL í nokkur ár, að þessu sinni var boðið upp á valgrein fyrir 8. og 9. bekk - Nemendur mættu tvisvar í viku, 80 mínútur í senn í ca 13 skipti. Byrjuðu nemendurnir á upplýsingaöflun, hugmyndaöflun og skissuvinnu. Síðan er mest af þessum tímum notaðir í að útbúa fatnaðinn. Allur fatnaður þarf að vera útbúinn frá grunni eða endurnotaður, breyttur fatnaður, meðfram saumavinnunni þarf síðan að taka myndir og skrá ferlið sem fer síðan í ferilmöppuna sem þarf að fylgja hönnuninni og leggja fram í sjálfri keppninni. Einnig þarf að gera hárgreiðslu á módelið ásamt því að gera förðun og þá í samræmi við það þema sem er ákveðið fyrir hvert ár. Í undankeppni stíls á Akranesi kepptu fimm lið frá grunnskólum bæjarins. Þema keppninnar í ár var "Sjóræningjar Karabíska hafsins" og sýndu hönnuðurnir mikinn metnað, sköpunargleði og vandvirkni í útfærslum sínum.
Frá Brekkubæjarskóla komu tvö lið og unnu þau undir leiðsögn Guðrúnar Hjörleifsdóttur kennara við skólann.
- Black Pearl í formi manneskju Eva María Elíasdóttir (módel), Dagbjört Birna Magnúsdóttir og Ian Ásberg. Þær unnu með hugmyndina að sjóræningjaskipinu Black Pearl sem persónugerðri veru, þar sem draugar og dauðar verur neðansjávar sigla skipinu upp á yfirborðið reglulega.
- Sírenan – Eva Júlíana Bjarnadóttir (módel), Iðunn Eybjörg Halldórsdóttir, Íris Ósk Kjartansdóttir og Kristín Íris Bragadóttir. Þær tóku fyrir sírenur sem lifa í hafinu, lokka sjómenn til sín og safna verðmætum frá þeim.
Bæði lið lögðu mikla áherslu á endurvinnslu og notuðu gamlar flíkur og efni ásamt því að nýta það sem fjaran gaf.
Frá Grundaskóla voru þrjú lið og unnu þau undir leiðsögn Eyglóar Gunnarsdóttur kennara við skólann.
-
Elia Valdís Elíasdóttir (módel), Heiðdís Tinna Daðadóttir, Helga Dóra Einarsdóttir og Julia Von Káradóttir
-
Bríet Inga Pétursdóttir (módel), Árný Lea Grímsdóttir, Emilía Snjólfsdóttir og Naomí Líf Sölvadóttir
-
Álfheiður Magnúsdóttir (módel), Dagný Lára Ottesen og Dominika Muzurovyc
Voru það lið Evu, Iðunnar, Írisar og Kristínar (Sírenan) og lið Dagnýar, Álfheiðar og Dominyku (Sjóræningi) sem sigruðu undankeppnina hér heima og fóru sem fulltrúar okkar á lokakeppnina sem haldin er á vegum Samfés. Þar fengu keppendur tvær klukkustundir til að undirbúa módelið sitt fyrir sýningu og skila hönnunarmöppu með teikningum, efnisprufum, kostnaðarupplýsingum og ljósmyndum.
Hæfileikakeppni grunnskólanna - Anna Lísa Axelsdóttir bar sigur úr bítum.
Samhliða Stíl fór fram hæfileikakeppni grunnskólanna í Bíóhöllinni, þar sem nemendur úr Brekkubæjarskóla og Grundaskóla fengu tækifæri til að sýna listir sínar. Keppnin var afar fjölbreytt og sýndi glöggt þá miklu hæfileika sem ungmenni bæjarins búa yfir. Siguvegari keppninnar sem hlaut titilinn besta atriðið var Anna Lísa Axelsdóttir og hún söng lagið Mamma Mía. Anna mun keppa fyrir hönd Arnardals í undankeppni söngkeppni Samfés í kjölfarið sem er Landssvæða keppni Samvest sem verður haldið í Ólafsvík 6 Mars. Hlökkum við mikið til að fylgjast með henni syngja sig inn í hjörtu viðstaddra og hvetja hana áfram. Vinsælasta atriðið var síðan hann Hjörtur Elías sem sló persónulegt met í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 181 kílói á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Frumlegasta atriðið var Róbert Kári sem gengur undir listamannanafninu RKO, hann var með interactive freestyle rapp þar sem hann átti í beinum samskiptum við salinn á meðan atriðinu stóð. Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk Bíóhallarinnar sem sá til þess að allt gangi eins og í sögu.
Danskeppni Samfés 2025 - Arnadalur endaði í fyrsta sæti í hópakeppni eldri (13-16 ára)!
Danskeppni Samfés var haldin 28. febrúar og áttum við að sjálfsögðu glæsilega fulltúra þar en það voru tveir hópar kepptu fyrir hönd Arnadals, annarsvegar í yngri hópum (10-12 ára) og voru það þær Ingibjörg Rósa , Hanna Sólrún, Una Guðrún, Emma Hjálmsdóttir, Hekla Karen og Lovísa Hrund sem stigu á svið með kraftmikinn frumsaminn dans. Við áttum einnig fulltrúa í eldri hópnum (13-16 ára), það var hún Tinna Björg Jónsdóttir sem setti saman hóp úr 6 mismundandi félagsmiðstöðvum. Hópurinn saman stóð af þeim Moniku Margréti, Hólmfríði Katrínu, Ísabel Bergljótu, Kötlu, Ariönu Selmu og Ynju en þær kepptu undir formerkjum Arnadals. Það er sönn ánægja að tilkynna að eldri hópurinn bar sigur úr bítum!
Verkefni sem þessi skapa mikilvægan vettvang fyrir ungmenni til að þroska hæfileika sína og fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þátttaka ungmenna eflir bæði sjálfstraust og sköpunargleði og er ómissandi hluti af blómstrandi menningarlífi bæjarins, við hvetjum öll til að kynna sér vel það sem í boði er hverju sinni og hvetja fólkið í kringum sig til þess að láta ljós sitt skína.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember