Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Ritverkið er hluti af verkefninu Natura Ísland, en það snýst aðallega um að skilgreina, kortleggja útbreiðslu og meta verndargildi vistgerða, platna og dýra og tilgreina net verndarsvæða á grunni þeirrar vinnu.
Í þessu riti kemur fram að Blautós í landi Akranesskaupstaðar tilheyri mikilvægum fjörum og grunnsævum fyrir fugla á Íslandi og sé alþjóðlega mikilvægt sem viðkomustaður fyrir margæsir (1.354 fuglar að meðaltali). Margæsir hafast við í Blautósi og Innstavogsnesi á vorin og haustin. Talið er að um fjórðungur margæsarstofnsins noti Blautós og Innstavogsnes ásamt friðlandinu í Grunnafirði á ferðum sínum á milli landa en margæsir sem stoppa á Íslandi verpa í Kanada og hafa síðan vetrarsetu á Írlandi.
Blautós og Innstavogsnes var friðlýst árið 1999 og var tilgangur friðlýsingarinnar að vernda landslag og lífríki svæðisins. Svæðið er vel gróðri vaxið og auðugt af fuglalífi, m.a. mikið af andfugli og töluvert af vaðfuglum á öllum árstímum.
Friðlandið býr yfir fjölmörgum vistkerfaþjónustum, t.d. hentugt búsvæði fyrir villtar plöntur og dýr og viðheldur því líffræðilegum og erfðafræðilegum fjölbreytileika. Svæðið gegnir einnig mikilvægu upplýsingahlutverki en það býr yfir fallegu og fjölbreyttu landslagi og býður upp á afþreyingarmöguleika sem hægt er að tengja við græna ferðamennsku s.s. gönguferðir og fuglaskoðun. Breytileiki náttúrunnar gefur einnig tækifæri til menningarlegs og listræns innblásturs en svæðið hefur verið notað sem efnisviður í kvikmyndir, listmálun og þjóðsögur. Blautós og Innstavogsnes hefur jafnframt vísinda- og menntunarlegt gildi en svæðið hefur verið nýtt bæði til vísindarannsókna og til kennslu í skólum.
Ritið er aðgengilegt hér: Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi (pdf).
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember