Minnisvarði vígður á Akurshól
Minnisvarði um fyrsta vita á Akranesi var formlega vígður þann 20. desember síðastliðinn á Akurshól. Um 30 manns voru viðstödd þegar Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri kveiktu á vitanum. Að frumkvæði Faxaflóahafna var efnt til samstarfs við Akraneskaupstað um gerð minnisvarðans en tilefnið er 100 ára afmæli gamla vitans á Breið. Að lokinni athöfn var gestum boðið til móttöku í Akranesvita þar sem hljómsveitin Ylja flutti ljúfa tóna.
Framkvæmdin
Faxaflóahafnir sáum um val á efni sem notað var í mannvirkið og voru það SF smiðir sem sáu um uppsetningu og steypu samkvæmt teikningu sem Faxaflóahafnir unnu.
Fyrirtækið Liska ehf. vann lýsingarhönnun mannvirkisins og var það rafstöðin sem sá um framkvæmd rafmagnsmála. Gísli Jónsson ehf. sá um alla jarðvegsvinnu og Unnsteinn Elíasson um þessa fallegu grjóthleðslu sem er við rætur mannvirkisins. BOB vinnuvélar settu upp nýjar undirstöður fyrir skilti sem Bjarni Helgason hönnuður hannaði og Toppútlit prentaði út. Umsjón með framkvæmdinni höfðu starfsmenn Akraneskaupstaðar, Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahússins og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri.
Saga fyrsta vitans á Akranesi
Fyrstu vitar við Faxaflóa voru reistir eftir 1880 og voru það svokallaðir vörðuvitar eða fiskimannsvitar með einföldu ljóskeri til að lýsa sjófarendum leið. Fyrsti vísir að vita á Akranesi var ljósker á 7 metra háum staur sem reistur var inni á lóð bæjarins Teigakots, en hann stóð efst á Akurshól fyrir suðurenda götunnar Vitateigs. Það var Björn Ólafsson (1857-1890) húsmaður í Oddsbæ sem átti hugmyndina um vitabyggingu á Akranesi og bar hana upp á fundi Æfingarfélagsins sem stofnað var árið 1882 og lét ýmis framfaramál til sín taka. Sigurður Jónsson (1843-1935) járnsmiður byggði mannvirkið í janúar árið 1890, en ekki var kveikt á ljóskerinu fyrr en rúmu ári seinna eða þann 1. mars 1891 vegna vangaveltna um rekstur vitans og hnattstöðu hans.
Fyrsti gæslumaður vitans, Bjarni Jörundsson smiður á Litlateig (1853-1901), hóf störf strax árið 1890 þrátt fyrir að ekki væri búið að kveikja á vitanum og gegndi hann því starfi í eitt ár. Magnús Magnússon Hólm húsmaður í Teigakoti, tók við af honum í febrúar árið 1891, en Magnús drukknaði í róðri þann 16. nóvember sama ár. Ekki er vitað hverjir gegndu vitavörslu næstu ár þar á eftir. Staurinn með ljóskerinu stóð á Akurshól þar til gamli vitinn á Breið var byggður á Suðurflös árið 1918.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember