Móttaka nemenda frá Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum í Suður-Maine
Þriðjudaginn 21. maí síðastliðinn tók Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á móti hópi háskólanemenda frá Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum í Suður-Maine í Portland Bandaríkjunum. Nemendurnir voru komnir hingað á Akranes til að fá kynningar á bæjarfélaginu í tengslum við námskeið sem þau sitja á um þessar mundir. Fyrir hópnum fóru Hrefna Sigríður Briem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðideildar HR, Richard Bilodeau og Heidi Parker frá Háskólanum í Suður-Maine.
Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Háskólann í Suður-Maine (USM) í Bandaríkjunum, heldur 10 daga sumarskóla um nýsköpun, með áherslu á ferðaþjónustu og haftengda nýsköpun, um þessar mundir. Háskólarnir tveir skrifuðu undir samning á síðasta ári um samstarf í kennslu og rannsóknum og er sumarskólinn liður í því samstarfi. Sumarskólinn er opinn öllum nemendum HR í grunnnámi sem hafa nægt frjálst val námskeiða í sínu námi. Um fimmtán nemendur frá Háskólanum í Suður-Maine sækja námskeiðið sem er einnig opinn nemendum úr HR og öðrum háskólum.
Tekið var á móti hópnum í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og fengu þau kynningar frá Akraneskaupstað um Akranes, ferðaþjónustu, krabbaveiðar og heilsueflandi samfélag. Hópurinn vinnur um þessar mundir að verkefnum í tengslum við kynningarnar og mun kynna fyrir fulltrúum kaupstaðarins eftir helgi. Verkefnin munu vonandi nýtast Akraneskaupstað í framtíðarskipulagningu með áðurnefnd viðfangsefni.
Að lokinni móttöku gerði hópurinn sér ferð í Guðlaugu og í sjóinn enda veðrið dásamlegt.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember