Myndlistarsýningin Óskasteinar í Guðnýjarstofu
Erna Hafnes bæjarlistamaður Akraness opnaði myndlistarsýninguna Óskasteinar í Guðnýjarstofu, Safnasvæðinu á Akranesi þann 2. maí. Þetta er þriðja myndlistarsýningin en jafnframt sú stærsta sem Erna heldur sem bæjarlistamaður Akraness. Á sýningunni eru málverk eftir Ernu sem hún hefur unnið undanfarið ár en með henni sýna nemendur úr 4. bekk Brekkubæjarskóla myndir sem þau hafa málað undir hennar leiðsögn. Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöngkona og Samúel Þorsteinsson tónlistarkennari komu fram á opnuninni.
„Hugmyndin að Óskasteinum er sú að hver og einn á sér sínar óskir, hvort sem þær eru manneskjur, hlutir, tilfinningar eða það sem gefur lífinu tilgang. Við teljum að það sé nauðsynlegt að eiga sér óskir og jafnframt að njóta leiðarinnar að því að láta óskina rætast eins og njóta hennar þegar komið er á leiðarenda“. „Það var einstakt að fá að vinna með krökkunum, hver og einn vann verkið sitt á sinn hátt með mikilli gleði, jákvæðni og sköpun í fyrirrúmi“ segir Erna Hafnes um sýninguna sína Óskasteinar.
Verk Ernu á sýningunni eru öll unnin í olíu á striga og að miklu leiti unnin með spaða. Krakkarnir unnu flest sín verk með akrílmálningu á striga og notuðu pensla, tuskur og fingurna. Þeir sem koma á sýninguna eru hvattir til þess að horfa vel og lengi á málverkin og finna hjá sér hvaða tilfinning kviknar, frekar en að flokka myndefnið. Sýningin stendur til 31. maí og er opin alla daga kl. 13-17.
Myndir frá opnun sýningar sem Kristinn Pétursson tók má skoða hér.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember