N1 byggir nýja og stærri starfsstöð á Akranesi

N1 hefur í samráði við bæjaryfirvöld á Akranesi ákveðið að ráðast í framkvæmdir við nýbyggingu starfsstöðvar N1 á nýrri lóð sem félagið hefur fengið úthlutað við Elínarveg 3 á Akranesi. Er gert ráð fyrir að nýja starfsstöðin taki til starfa seinni hluta 2026. Þangað til verður starfsemi eldsneytisafgreiðslu Skútunnar við Þjóðbraut og hjólbarðaverkstæðis N1 við Dalbraut óbreytt.
Vilja standa með samfélaginu
Lóð N1 við Elínarveg 3 er alls 16 þúsund fermetrar að stærð og er hönnun húsnæðisins hafin. Uppbyggingin mun fara fram í tveimur áföngum; fyrsti áfangi er uppbygging fjölorkustöðvar og seinni er bygging starfsstöðvar og bílaþvottastöðvar. Starfrækt verður bílaþjónustustöð með hefðbundinni eldsneytissölu og rafhleðslustæðum, hjólbarða- og smurþjónustu ásamt dagvöru- og kaffisölu.
„Starfsemi N1 og forvera þess á sér áratugalanga og farsæla sögu á Akranesi og viljum við halda starfsemi okkar áfram í bæjarfélaginu með aukinni sókn á nýjum stað, við Elínarveg. Með nýrri og stærri starfsstöð N1 með víðtækari þjónustu munum við leggja okkar af mörkum við að tryggja störf á þessu mikilvæga atvinnusvæði, bæta þjónustu og treysta góð viðskiptasambönd,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, sem er móðurfélag N1.
Óvissu eytt á Akranesi
Fulltrúar Akraneskaupstaðar fagna samkomulagi við Festi um uppbyggingu á Akranesi og áframhaldandi starfsemi þjónustustöðvar N1 sé tryggð og störf þeirra sem þar vinna.
„Mikilvægt er af hálfu Akraneskaupstaðar að með samkomulagi þessu er eytt óvissu um framtíð starfsfólks og starfsemi N1 á Akranesi. Bygging þjónustumiðstöðvar N1 er mikilvægt uppbyggingarverkefni og metnaðarfullt og mun verða starfsemi fyrirtækisins á Akranesi mikil lyftistöng,“ segir Haraldur Benediktsson bæjarstjóri.
Dalbrautareitur skipulagður
Akraneskaupstaður tekur við eignarhaldi fasteigna N1, við Þjóðbraut og Dalbraut, samkvæmt samkomulaginu, og leigir Festi til áframhaldandi rekstrar þangað til ný þjónustumiðstöð við Elínarveg 3 tekur til starfa. Ennfremur er tryggt í millitíðinni aðstaða fyrir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Þjóðbraut 11.
Skipulagsvinna við Dalbrautareit N er í fullum gangi. Í samkomulagi milli aðila er tryggð aðkoma að byggingarlóðum við Dalbraut 8 og 10 í gegnum lóð við Þjóðbraut 9.
Uppbygging á Dalbrautarreit ætti því ekki að tefjast vegna ofangreindra áforma.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember