Ný aðveitustöð á Akranesi tengd í sumar
Í sumar verður ný aðveitustöð á Akranesi tengd við rafdreifikerfi Veitna í bænum. Byggð hefur verið ný aðveitustöð rafmagns á Smiðjuvöllum 24 á Akranesi sem leysir af hólmi stöðina við Þjóðbraut 44. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á uppsetningu rafbúnaðar í stöðinni. Áformað er að tengja háspennudreifikerfið á Akranesi við nýju stöðina í sumar. Í háspennudreifikerfi Veitna á Akranesi eru 55 háspennustrengir og 45 spennustöðvar. Stöðvarnar eru nú tengdar gömlu aðveitustöðinni. Samkvæmt fréttatilkynningu Veitna gera áætlanir ráð fyrir að tengingar taki 10 virka daga. Tengd verður ein spennistöð í einu við nýju aðveitustöðina og þannig koll af kolli þangað til allar 45 spennustöðvar bæjarins hafa verið tengdar nýju stöðinni.
Notendur sem tengjast viðkomandi spennistöð verða án rafmagns á meðan tengingu hennar við nýju aðveitustöðina stendur og verða spennustöðvarnar í bænum tengdar hver á eftir annarri. Gera má ráð fyrir að straumleysið vari frá hálfri klukkustund til tveggja klukkustunda komi ekkert óvænt upp á. Um leið og háspennudreifikerfi bæjarins verður tengt við nýja aðveitustöð verður rekstraspennu dreifikerfisins breytt úr 6 í 11 kilovolt og með þeirri breytingu eykst flutningsgeta dreifikerfisins.
Starfsfólk Veitna vonast til að truflanir vegna rafmagnsleysis verði sem minnstar og að Akurnesingar sýni þessu skilning. Nákvæmari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur. Starfsfólk Veitna bendir viðskiptavinum á að hentugt getur verið að hafa GSM-númerið sitt á skrá á Mínum síðum á vef Veitna þannig að þeir fái SMS skilaboð um straumleysið þegar þar að kemur.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember