Ný stefna í öldrunarþjónustu
Þann 12. mars 2024 samþykkti bæjarstjórn Akraness nýja stefnu sveitarfélagsins í öldrunarþjónustu. Verkefnið hófst þann 15. september 2022 þegar bæjarráð samþykkti að stofna starfshóp sem hefði það markmið að marka stefnu í öldrunarþjónustu Akraneskaupstaðar. Ábyrgðaraðili verkefnisins var velferðar- og mannréttindaráð. Samanstóð starfshópurinn af kjörnum pólitískum fulltrúum, fulltrúa úr öldrungaráði, fulltrúa Höfða, fulltrúa heimahjúkrunar og fulltrúa FEBAN, auk starfsmanna velferðar- og mannréttidnasviðs.
Þann 1. desember 2023 voru niðurstöður starfshópsins um stefnumótun í öldrunarþjónustu kynntar fyrir öldungaráði og stjórn FEBAN. Þann 5. desember 2023 kynnti starfshópurinn tillögur sínar á fundi velferðar- og mannréttindaráðs og var bæjarráði og stjórn Höfða boðið að sitja þá kynningu. Stefnan var samþykkt í bæjarráði 29. febrúar sl. og að lokum í bæjarstjórn 12. mars sl. Samþykkta stefnu er að finna hér fyrir neðan.
Meðal þess sem fram kom á ofangreindum fundum var mikilvægi þess að forgangsraða verkefnum innan stefnunnar. Að lögð verði sérstök áhersla á að virkja þann hóp eldra fólks sem í dag er félaglega óvirkt og heldur sig að mestu heima við. Mikilvægt sé að taka utan um þann hóp og tryggja að upplýsingar sem snúa að eldra fólki berist til þess og krefjist ekki virkni á samfélagsmiðlum. Að lögð verði áhersla á að hringja beint í fólk, það væri persónulegra og styðjandi. Fulltrúar FEBAN lögðu áherslu á að eldra fólk sé “virði en ekki byrði” og að unnið verði út frá þeirri hugmyndafræði.
Sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs vill koma á framfæri þakklæti til starfshópsins fyrir þá umfangsmiklu og vönduðu vinnu sem lögð var í stefnumótunina og undirstrika virði hennar fyrir innleiðingu verkefnisins “Gott að eldast” á Vesturlandi. Kynningu á lokaskýrslu starfshópsins má finna hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember