Nýr leikskóli rís á Akranesi
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 27. júní tillögu starfshóps um að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla á Akranesi. Með byggingu nýs leikskóla er markmiðið að mæta eftirspurn eftir leikskólaplássum, auka þjónustustig við börn á leikskólaaldri með því að taka yngri börn inn á leikskóla og til þess að mæta væntanlegri íbúafjölgun. Jafnframt er markmiðið að minnka álagið á eldri leikskólum bæjarins með því að fækka börnum á elstu leikskólunum og bæta þannig starfsaðstæður barna og starfsmanna í eldri byggingum leikskólanna.
Gert er ráð fyrir að leikskólinn Garðasel flytji úr núverandi húsnæði í nýja leikskólann og skapar það hagræði í stjórnun og rekstri. Núverandi húsnæði Garðasels og lóð mun þá nýtast Grundaskóla og mæta að einhverju leyti húsnæðisþörf skólans.
Næstu skref eru að huga að hönnun nýs leikskóla og mun sú hönnun taka mið af þarfagreiningu hagsmunaaðila, s.s. barna, starfsmanna leikskóla og foreldra. Staðsetning skólans er óákveðin en verið er að horfa til uppbyggingar hans í nýju hverfi Skógarhverfis. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2020 og að nýr leikskóli verði tekin í notkun árið 2021.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember