Fara í efni  

Nýr stigabíll slökkviliðsins afhentur á morgun

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar tekur formlega á móti nýjum stigabíl frá Magirus í Þýskalandi og fer afhendingin fram 23. september kl: 15:00 við slökkvistöðina a Akranesi að Kalmansvöllum 2.

Umboðsaðili bílsins á Íslandi er Ólafur Gíslason & co hf - Eldvarnarmiðstöðin.

Bíllinn kemur frá þýska framleiðandanum Magirus og mun leysa af hólmi eldri bíl sem var orðinn úreltur. Nýi bíllinn er mun betur útbúinn en sá eldri, stiginn nær upp í 42 metra hæð og er með körfu sem ber 5 manns. Í körfunni er fjarstýranlegur vatnsmonitor, myndavél og ýmis annar búnaður til björgunar- og slökkvistarfa. Bíllinn er af Iveco gerð og í honum er rafstöð auk alls búnaðar sem nauðsynlegur er. 

Viðstaddir afhendinguna verða auk fulltrúa frá umboðsaðila og fulltrúum slökkviliðsins, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar  bæjarstjórinn á Akranesi, bæjarfulltrúar og aðrir gestir.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00