Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar samþykkt
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2017 og þriggja ára áætlun 2018 til 2020 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Akraness í dag. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun samþykkt.
Meðal helstu framkvæmda á næstu árum er niðurrif og í framhaldinu uppbygging Sementsreitsins, endurgerð gatna og bygging fimleikahúss. Áætlað er að setja um 2,2 milljarða í fjárfestingar og framkvæmdir á næstu fjórum árum án þess að taka lán.
Gert er ráð fyrir óbreyttu útsvari á árinu 2017, eða 14,52%, álagningarprósentur fasteignaskatts verði óbreyttar og gjaldskrár hækka í samræmi við áætlaða vísitöluhækkun neysluverðs, eða um 3,2% þann 1. janúar 2017.
Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra þá er staða Akraneskaupstaðar sterk en kaupstaðurinn hefur greitt um 1,7 milljarð króna vegna langtímalána á undanförnum fimm árum. ,,Ef ekki verður farið í frekari lántökur þá verða langtímaskuldir bæjarins að mestu greiddar niður á næstu 10 árum. Hinsvegar er lífeyrisskuldbinding bæjarins mjög há og greiðslubyrðin vegna hennar fer hækkandi á móti lækkandi greiðslubyrði vegna lána" segir Regína. Hún segir jafnframt að það muni miklu um hlut ríkisins vegna lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimilisins Höfða en ríkið yfirtók þá skuldbindingu með samkomulagi sem gert var í lok október síðastliðinn. Áætlað er að skuldahlutfall A hluta fari niður í 92,5 % á árinu 2017 og samstæðunnar í 88%.
Á árinu 2017 eru 70 milljónir settar í undirbúning vegna byggingar nýs fimleikahúss, en um 380 milljónir á árinu 2018. Áætlaðar eru 130 milljónir á árinu 2017 vegna endurgerðar Vesturgötu en í heildina verða settar 400 milljónir í gatnakerfið á árunum 2017 til 2020. Ráðgert er að fara í Esjubraut frá Þjóðbraut árið 2018, Garðagrund árið 2019 og Stillholt/Kirkjubraut árið 2020. Settar verða um 80 milljónir í lagfæringar á gangstéttum samhliða gatnaframkvæmdum. Á árinu 2017 eru 180 milljónir áætlaðar vegna niðurrifs og frágangs á Sementsreitnum. Heildarfjárhæð vegna uppbyggingar reitsins á árunum 2017 til 2020 eru áætlaðar um 480 milljónir. Af öðrum verkefnum má meðal annars nefna endurnýjun gervigrass í Akraneshöllinni, undirbúning að byggingu búsetukjarna fyrir fatlaða, endurbætur innanhúss í Brekkubæjarskóla, endurbætur á íþróttahúsum við Vesturgötu og á Jaðarsbökkum, samning við golfklúbbinn Leyni um uppbyggingu félagsaðstöðu og undirbúning og þróun á Dalbrautarreitnum, meðal annars með það í huga að þar rísi þjónustumiðstöð fyrir aldraða.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember