Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð fyrir byggingu hleðslustöðva við fjöleignarhús
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 22. október sl. reglur um styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla við fjöleignarhús.
Um er að ræða samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um að veita styrki til húsfélaga fjöleignarhúsa á Akranesi til kaupa, uppsetningar og tengingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla á sameiginlegum bílastæðum á lóð viðkomandi fjöleignarhúss.
Styrkhæfir þættir samkvæmt reglunum eru eftirfarandi:
- Kostnað vegna ráðgjafar sérfræðinga um hönnun hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við viðkomandi fjöleignarhús.
- Allan efniskostnað við að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla á lóð viðkomandi fjöleignarhúss þ.m.t. hleðslustöð, raflagnaefni og festingar.
- Vinnu jarðvinnuverktaka og iðnaðarmanna við að koma fyrir raflögnum, setja upp hleðslustöðvar, tengingar raflagna og yfirborðsfrágang.
- Kostnaður við leyfisveitingar og heimtaugagjald.
- Styrkur er einungis veittur til miðlægrar hleðslustöðvar þar sem allir íbúar viðkomandi fjöleignarhús geta notið. Húsfélagi viðkomandi fjöleignarhúss er heimilt að opna hleðslustöðina fyrir öðrum viðskiptavinum en íbúum viðkomandi fjöleignarhúss.
Umsóknareyðublað er aðgengilegt hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Umsóknarfrestur til og með 1. desember. Með umsókn skal skila lýsingu á framkvæmdinni, fjölda og staðsetningu hleðslustöðva sem áætlað er að setja upp, kostnaðaráætlun, tilboðum verktaka og hversu háan styrk sótt er um. Jafnframt skal fylgja lýsing á því hvernig gjaldfærslu fyrir notkun hleðslustöðvanna er háttað. Umsókn skal fylgja samþykki húsfélags fyrir framkvæmdinni og breyttri notkun bílastæða sem ætluð eru til hleðslu rafbíla.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember