Fara í efni  

Opnað fyrir umsóknir um greiðslufrest fasteignagjalda

Ein af aðgerðum Akraneskaupstaðar til viðspyrnu vegna heimsfaraldursins Covid-19 er að bjóða fyrirtækjum og heimilum greiðslufrest fasteignagjalda. Aðgerðinni hefur verið skipt í tvö skref, greiðslufrest og greiðsludreifingu. 

Greiðslufrestur (opnað fyrir umsóknir)

Hægt er að sækja núna um greiðslufrest þriggja gjalddaga, 15. apríl, 15. maí og 15. júní og verða þeir sérstaklega færðir yfir á 15. nóvember, 15. desember og 15. janúar næstkomandi. Allir geta sótt um greiðslufrest og á þetta við þau heimili og fyrirtæki sem eiga við tímabundna örðugleika að stríða vegna tekjufalls og geta nýtt sér þennan valmöguleika.

Umsóknareyðublað er aðgengilegt hér í þjónustugátt Akraneskaupstaðar

Greiðsludreifing (hægt að sækja um í október)

Þeir sem hafa sótt um ofangreindan greiðslufrest geta óskað sérstaklega eftir greiðsludreifingu hafi aðstæður heimilis eða fyrirtækis ekkert breyst. Verður það úrræði sérstaklega auglýst um miðjan október næstkomandi. Greiðsludreifing tekur til þessara þriggja gjalddaga sem greiðslufresturinn nær til.

Nánari upplýsingar veitir fjármáladeild í síma 433 1000 eða í tölvupósti á netfangið akranes@akranes.is.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00