Opnað hefur verið fyrir umsóknir öndvegisstyrkja Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita alls 20 m.kr. til áhugaverðra verkefna á Vesturlandi. Viðkomandi verkefni geta verið á hugmyndastigi eða lengra komin. Þau þurfa að hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu þess.
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar reglulega styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og til menningarverkefna. Þetta er hins vegar í þriðja sinn sem sjóðurinn úthlutar öndvegisstyrkjum sem alla jafna eru veglegir styrkir og þeir umsækjendur sem eruð með áhugaverðustu hugmyndirnar fá tækifæri til þess að vinna þær lengra áður en kemur til endanlegrar úthlutunar.
Ráðgjöf og aðstoð við umsóknir veita:
Atvinnu- og nýsköpunarverkefni:
Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is 895-6707
Hrafnhildur Tryggvadóttir hrafnhildur@ssv.is 849-2718
Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is 898-0247
Menningarverkefni:
Sigursteinn Sigurðsson sigursteinn@ssv.is 698-8503
- Í fyrstu umferð velur úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands allt að 4 verkefni úr umsóknum sem fá 700.000 kr. til að ljúka við gerð viðskiptaáætlunar eða móta verkefnið sitt frekar ef viðskiptaáætlun er þegar til – skilafrestur 27. maí 2024
- Í annari umferð skila valin verkefni viðskiptaáætlun og ákvörðun tekin um styrki – skilafrestur 15. ágúst 2024
- Niðurstöður verða kynntar í september 2024
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember