Fara í efni  

Opnum dyrnar að nýjum tækifærum í miðbæ Akraness

Miðbær Akraness er hjarta bæjarins, staður þar sem saga og framtíð mætast. Nú gefst einstakt tækifæri til að blása nýju lífi í svæðið við Akratorg og skapa rými sem styrkir bæði samfélagið og atvinnulífið. Með því að setja þennan dýrmæta byggingarreit í sölu viljum við laða að aðila sem deilir framtíðarsýn okkar um kraftmikinn og lifandi miðbæ.

Akraneskaupstaður leitar eftir aðila til samstarfs um skipulag, þróun, uppbyggingu og kaup á byggingarrétt á reit sem inniheldur lóðirnar Suðurgata 57, 47 og Skólabraut 24 vestan við Akratorg. Jafnframt er óskað eftir kauptilboði í mannvirki við Suðurgötu 57 (gamla Landsbankann)

Um er að ræða 4 lóðir í eigu Akraneskaupstaðar, samtals 2.611,1 m2. Valinn samstarfsaðili/kaupandi um uppbyggingu skal vinna deiliskipulag fyrir reitinn í samstarfi við Akraneskaupstað.

Um er að ræða eftirfarandi:

  • Suðurgata 57 (mannvirki og lóð)
  • Suðurgata 47
  • Skólabraut 24

Tilboðsgögn verða aðgengileg á rafrænu formi frá 11. Febrúar í gegnum Ajour á slóðinni https://akranes.ajoursystem.net/tender Tillögur og kauptilboð skal gert í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Tillögum og kauptilboðum skal skilað á Ajour vefinn fyrir kl. 14:00, 8.april 2025. Fundargerð verður send út í framhaldinu.

Matsnefnd mun yfirfara tillögur og kauptilboð og skila niðurstöðu til bæjarstjórnar, sem tekur endanlega ákvörðun um samstarfsaðila.

Við hjá Akraneskaupstað leggjum áherslu á að þróunin á svæðinu innihaldi lausnir sem skapa öflugan miðbæ sem öll geta notið. Nú er gullið tækifæri til að byggja upp framtíð Akraness.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00