Fara í efni  

Opnun íþróttamannvirkja á Akranesi

Tilslakanir á samkomutakmörkunum taka gildi að miðnætti 15. apríl og í samræmi við það opna íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar aftur með þeim takmörkunum sem tilgreindar eru í nýrri reglugerð sóttvarnalæknis.  

  • Íþróttahúsið á Jaðarsbökkum
  • Jaðarsbakkalaug
  • Akraneshöll
  • Guðlaug, heit laug við Langasand
  • Íþróttahúsið við Vesturgötu
  • Bjarnalaug
  • Þreksalurinn á Jaðarsbökkum 

 

Þreksalurinn á Jaðarsbökkum opnar á morgun fimmtudag 15. apríl kl 6:00,  það er þó með þeim annmörkum sem sóttvarnarreglur leyfa.

Tuttugu manna hámark í hverju sóttvarnarhólfi og þarf að viðhalda tveggja metra reglu, ekki má fara á milli sala.

Allir verða að skrá sig og fá miða í afgreiðslu og hver og einn fær að æfa í 60 mín í stóra þreksalnum. Að lokinni æfingu þarf að skila miðanum aftur í afgreiðslu. 

Ábyrgð á sóttvörnum er ávallt á höndum hvers og eins. Passað verður upp á sótthreinsun á tækjum eftir hverja notkun eins og áður.

Við gerum þetta öll saman!

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00