Óveður síðustu daga hefur valdið umtalsverðu tjóni á Akranesi
03.03.2025
Veðrið um helgina hefur leikið okkur á Akranesi ansi illa. Stórstraumur, há sjávarstaða með vonsku veðri hefur valdið miklum ágangi sjávar. Sjór hefur gengið á land og valdið tjóni.
Eigendur húsa við Vesturgötu hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni á húsum sínum, þar sem sjór komst í kjallara. Tjón er á görðum og grindverkum og lausmunum.
Þá er umstalsvert tjón á götum og göngustígum, og á opnum svæðum.
Það er ljóst að óveðrið hefur valdið okkur miklum óþægindum og tjóni. Fjárhagstjón er verulegt, bæði einstaklinga og fyrirtækja.
Í morgun varð slys við Akraneshöfn, þegar sjór náði hrifsa með sér tvær bifreiðar í sjóinn. Mannbjörg varð, en tveir menn fóru í sjóinn, en ekki er vitað um líðan þeirra núna.
Eðlilega beinist athygli að sjóvörnum og varnargörðum. Fyrir það fyrsta er hækkun garðsins við Vesturgötu forgangsmál og samkvæmt Vegagerðinni var ætlunin að hefja framkvæmdir við endurbætur hans í sumar. Akraneskaupstaður hefur, ma nú um helgina, verið í sambandi við Vegagerðina um flýtingu verksins. Við ráðherra málaflokksins áttum einnig samtal um helgina um ástand sjóvarna og framkvæmdir þeim tengdum.
Þá eru mun fleiri verkefni í gerð varnargarða í undirbúningi – en verst af öllu er að þar sem samgönguáætlun alþingis hefur ekki verið afgreidd, er óvissa um tímasetningar.
Fyrir liggja samþykkt verk, td hækkun garðs við Langasand, sem er framhald af hækkun garðs við Faxabraut. Fleiri verk mætti telja upp – varnir við Breið – við Sólmundarhöfða og framvegis. Heildarframkvæmdakostnaður við að koma ástandi sjóvarna við Akranes er áætlaður um 350 til 400 milljónir, samkvæmt áætlunum sem þegar hafa verið sendar Vegagerðinni.
- Haraldur Benediktsson, Bæjarstjóri Akraneskaupstaðar
Fréttir
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember