PEERS námskeið í félagsfærni fyrir 11-15 ára krakka
Frá 24. október 2018 til 13. febrúar 2019 verður haldið PEERS námskeið í félagsfærni fyrir 11-15 ára krakka og foreldra/forráðamenn þeirra.
Námskeiðið fer fram vikulega í Þorpinu á miðvikudögum frá kl. 17:00-18:30. Aðeins tíu krakkar geta skráð sig og fer skráning fram á netfangið dagny.hauksdottir@brekkubaejarskoli.is. Leiðbeinendur námskeiðsins eru Berglind Ósk Jóhannesdóttir þroskaþjálfi, Berta Ellertsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Lilja Lind Sturlaugsdóttir þroskaþjálfi, Ruth Jörgensdóttir Rauterberg þroskaþjálfi og Sigríður Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi. Leiðbeinendur hafa allir réttindi til að kenna á PEERS námskeiði í félagsfærni.
Á PEERS námskeiði í félagsfærni er markmiðið að:
- Barnið læri að eignast vini og halda þeim.
- Að foreldri/forráðamaður læri að styðja barnið í að finna sér viðeigandi vini.
- Að foreldri/forráðamaður læri leiðir til að styrkja færni barnsins við að eignast vini.
- Að foreldri/forráðamaður læri leiðir til að efla félagslegt sjálfstæði barnsins.
Inntak PEERS námskeiðsins er eftirfarandi:
- Góð samtalsfærni
- Viðeigandi notkun samfélagsmiðla
- Hvernig á að byrja og ljúka samtali við jafnaldra
- Að velja vini
- Að nota húmor á viðeigandi hátt
- Að koma inn í hópsamtal
- Að yfirgefa hópsamtal
- Að skipuleggja samveru með vinum
- Að vera góður félagi
- Að bregðast við stríðni og einelti
- Að bæta ímynd sína
- Að takast á við rifrildi og ágreining við vini
- Að takast á við umtal og kjaftasögur
Umsóknarfrestur er til og með 28. september næstkomandi og kostar námskeiðið kr. 30.000. Vakin er athygli á því að hægt er að nýta tómstundastyrk Akraneskaupstaðar á námskeiðið. Þegar umsóknarfrestur er liðinn verður haft samband við alla sem skráðu sig til að kanna hvort námskeiðið henti barninu og út frá því raðað í hópinn.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember