Ráðning umhverfisstjóra og rekstrarstjóra á skipulags- og umhverfissviði
Gengið hefur verið frá ráðningu umhverfisstjóra og rekstrarstjóra á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar. Stöðurnar voru auglýstar til umsóknar á árinu 2017 og var umsóknarfrestur til og með 7. febrúar. Alls bárust þrettán umsóknir um starf rekstrarstjóra og níu umsóknir um starf umhverfisstjóra þar sem einn dró umsókn sína til baka.
Það var Sindri Birgisson sem var ráðinn í starf umhverfisstjóra. Sindri er með MS gráðu í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Sindri hefur að baki farsæla reynslu af verkstjórn þar af lengst sem verkstjóri við almennt viðhald og framkvæmdir á opnum svæðum hjá Akraneskaupstað frá árinu 2013 - 2016. Frá september 2016 hefur Sindri gengt tímabundið starfi umhverfisstjóra hjá Akraneskaupstað. Sindri hefur komið að umhverfisverkefnum í tengslum við Garðalund, Langasand og Breið á Akranesi sem og einnig unnið að betrumbótum á leikvöllum á Akranesi með stofnun svokallaðra hverfisgarða.
Það var Alfreð Þór Alfreðsson sem var ráðinn í starf rekstrarstjóra. Alfreð er húsasmíðameistari frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Alfreð hefur að baki farsæla reynslu af stjórnun og góða þekkingu á uppbyggingu fasteigna. Lengst af hefur Alfreð gengt starfi verksmiðjustjóra hjá húseiningadeild BM Vallá, með ábyrgð á skipulagningu þeirra verkefna er lúta að framleiðslu og verkefnum sem tengjast beint framkvæmdum. Í fyrri störfum sínum hefur Alfreð starfað sem verkstjóri hjá Ístak og kom m.a. að smíði vatnsaflsvirkjana, brúarmannvirkja, gangnagerð, hafnargerðar, skolphreinsistöðvar svo fátt eitt sé nefnt.
Akraneskaupstaður vill óska þeim Sindra og Alfreð til hamingju með störfin og væntir þess að þeirra störf megi vera gæfurík fyrir þá og Akraneskaupstað.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember