Ráðning viðburðastjóra Írskra daga og Þjóðhátíðardagsins 17. júní.
Akraneskaupstaður hefur lokið við ráðningu á nýjum viðburðastjórum fyrir bæjarhátíðirnar Írska daga og Þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Kaupstaðurinn datt aldeilis í lukkupottinn og fær ekki aðeins einn heldur tvo aðila í verkið, það eru þeir Valdimar Ingi Brynjarsson og Hjörvar Gunnarsson.Valdi er mörgum Skagamönnum kunnugur hann var meðal annars einn af þeim sem rak Gamla kaupfélagið og hefur komið að fjölmörgum stórum tónlistarhátíðum. Hjörvar er kennari við Brekkubæjarskóla og er um þessar mundir einn þeirra sem setja upp söngleikinn Diskóeyjan í Bíóhöllinni sem unglingadeild Brekkubæjarskóla frumsýnir á næstu dögum. Munu þeir vinna náið með verkefnastjóra menningar- og safnamála, Veru Líndal Guðnadóttur.
Aðspurðir eru þeir afar spenntir fyrir verkefnunum framundan.
,,Við hlökkum mikið til komandi tíma. Það er okkur mikill heiður að fá að takast á við verkefnið og hlökkum sérstaklega til að fá Skagamenn með okkur í að halda skemmtilega viðburði í bænum". Segir Valdimar.
,,Nýju fólki fylgja alltaf einhverjar nýjar áherslur og við erum með alls konar hugmyndir sem verður gaman að hrinda í framkvæmd en á sama tíma ætlum við að halda í hefðirnar". Segir Hjörvar.
Um leið og við bjóðum Valda og Hjörvar innilega velkomna til starfa þá viljum við nýta tækifærið og þakka fráfarandi viðburðastjóra Írskra daga, Fríðu Kristínu Magnúsdóttur fyrir hennar frábæru störf og mótun hátíðarinnar síðustu ár. Óskum henni alls hins besta.
Við hvetjum bæjarbúa til að vera dugleg að sækja viðburði kaupstaðarins og taka þátt í því frábæra menningarstarfi sem bærinn okkar bíður uppá.
Hægt er að hafa samband við Valda og Hjörvar í tölvupóstfangið: irskirdagar@akranes.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember