Ráðstafanir hjá Akraneskaupstað vegna verkfalls BSRB á mánudaginn kemur
Uppfærð frétt: Samningar í höfn og verkfalli aflýst
Yfirvofandi er verkfall sem nær til 16.000 starfsmanna hjá Akraneskaupstað, Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ og ríkisstofnanna. Verkfall hefst á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 9. mars næstkomandi nema samningsaðilar nái samkomulagi fyrir þann tíma. Mismunandi er hvort að um er að ræða svokallað skæruverkfall þar sem vinnustöðvun verður í tvo sólarhringa í senn svo sem á Höfða eða allsherjarverkfall líkt og hjá Akraneskaupstað þar sem vinnustöðvun verður þar allt þar til samningar hafa náðst.
Hjá Akraneskaupstað munu 86 starfsmenn fara í vinnustöðvun innan mismunandi stofnana bæjarins. Þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar eru eftirfarandi:
Þjónustuver Akraneskaupstaðar
Þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 verður lokað þar til samningar hafa náðst. Viðskiptavinum er bent á að hægt sé að senda tölvupóst á eftirfarandi netföng:
- Almenn erindi og fyrirspurnir sendist á akranes@akranes.is
- Erindi og fyrirspurnir vegna mála sem heyra undir félagsþjónustu sendist á velferd@akranes.is
- Erindi og fyrirspurnir vegna mála sem heyra undir barnavernd sendist á barnavernd@akranes.is
- Erindi og fyrirspurnir vegna mála sem heyra undir skólaþjónustu sendist á skoliogfristund@akranes.is
- Erindi og fyrirspurnir vegna mál sem heyra undir skipulagsmál sendist á skipulag@akranes.is
Símatímar félagsráðgjafa eru á mánudögum kl. 11:00 og fimmtudögum kl. 11:00. Hægt er að hringja í síma 433-1000 á þeim tíma og fá samband með því að velja 1. Vakin er sérstök athygli á því að móttaka og bókun reikninga liggur niðri á meðan verkfalli stendur. Óskað er skilnings hjá lánadrottnum á þeirri stöðu.
Grundaskóli
Verkfallið mun hafa áhrif á starfsemi skólans og hafa stjórnendur þegar sent foreldrum upplýsingar um áhrif þess. Dæmi um þjónustu sem mun raskast er símsvörun og afgreiðsla skrifstofu þar sem skólaritari fer í verkfall. Truflun verður einnig á stuðningi í einstökum árgöngum svo og að ræsting skólahúsnæðis verður ekki eins og venjulegt er.
Skólastjóri mun bregðast við aðstæðum eins og kostur er en ljóst er að veruleg truflun verður á daglegu starfi ef fram heldur sem horfir. Umsjónarkennarar munu upplýsa foreldra í hverjum árgangi ef breyta þarf daglegu skipulagi.
Vinsamlegast notið Mentor til að tilkynna veikindi/leyfi eða sendið tölvupóst á grundaskoli@grundaskoli.is þar sem ekki verður tekið á móti tilkynningum símleiðis.
Brekkubæjarskóli
Verkfallið mun hafa áhrif á starfsemi skólans. Skólastjórnendur munu eftir fremsta megni koma á framfæri nauðsynlegum upplýsingum. Dæmi um þjónustu hér sem mun raskast er framleiðsla hádegismatar en matráður skólans fer í verkfall. Sökum þess verður ekki matur í mötuneyti og þurfa allir nemendur að koma með auka nesti. Þá verður skert þjónusta í einstök árgöngum vegna verkfalls stuðningsfulltrúa. Frekari upplýsingar frá skólanum verða sendar út eftir helgina og síðan daglega ef til verkfalls kemur.
Leikskólar
Verkfallið mun hafa mismunandi áhrif á leikskólana og mun stjórnendur upplýsa foreldra / forráðamenn um þá röskun sem verður á hverjum og einum leikskóla.
Velferðarþjónusta
Verkfallið mun ekki hafa mikil áhrif á stofnanir velferðar- og mannréttindasviðs vegna undanþágulista. Hægt verður að ná í starfsmenn félagslegrar heimaþjónustu, barnavernd og félagsþjónustu eins og tilgreint er hér að ofan. Akraneskaupstaður vinnur eftir viðbragðsáætlun vegna COVID-19 og hefur þjónusta velferðar- og mannréttindasviðs verið forgangsraðað í samræmi við hana. Lesa má nánar um það hér.
Fréttin verður uppfærð eftir framvindu verkfallsins og eftir því sem þörf verður talin á. Akraneskaupstaður vonast að sjálfsögðu til þess að ekki komi til verkfalls þannig að starfsemi kaupstaðarins geti haldið áfram óbreytt.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember