Ráðstafanir í íþróttamannvirkjum vegna Covid-19 og samkomubanns
17.03.2020
COVID19
Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru þarf að grípa til aðgerða. Skóla-, frístunda- og íþróttastarfi hafa verið sett viðmið í starfsemi sem þarf að uppfylla og þeir stilla sér í framlínu sem hluti af almannavörnum landsins.
Íþróttaæfingar og íþróttahús
- Íþróttahús er einungis opið fyrir 17 ára og eldri, að uppfylltum fjöldatakmörkunum og á ábyrgð þjálfara.
- Þrekaðstaða verður opin og er krafa um að fara að tilmælum og virða tveggja metra bil milli einstaklinga.
- Þar sem að allir búningsklefar íþróttahúsa Akraneskaupstaðar eru lokaðir verða iðkendur að koma í æfingafatnaði og fara í sturtu annars staðar.
- Aukin þrif, starfsmenn þurfa að spritta og þrífa alla snertifleti á a.m.k. klukkustundar fresti
- Ákvarðanir varðandi opnun íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar verða endurskoðuð hverju sinni.
Sundlaugar Akraneskaupstaðar
- Jaðarsbakkalaug verður opin en takmörkun verður á fjölda gesta í sundklefum. Sundklefar eru eingöngu opnir fyrir sundlaugargesti.
- Bjarnalaug verður opin en takmörkun verður á fjölda gesta í sundklefum.
Akraneshöll
- Akraneshöll verður lokuð á meðan samkomubann stendur yfir að undanskildum tíma milli 9:00 og 11:00 á morgnanna þar sem eingöngu er opið fyrir eldri borgara og gönguhópa.
- Skipulagðar æfingar verða fyrir 17 ára og eldri , að uppfylltum fjöldatakmörkum og á ábyrgð þjálfara.
Guðlaug
- Verður opin samkvæmt auglýstum opnunartíma.
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember