Ráðstafanir í leikskólum vegna Covid-19 og samkomubanns
Breytingar á starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar vegna samkomubanns
Eins og öllum ætti að vera kunnugt var sett á samkomubann á Íslandi frá miðnætti 16. mars til 13.apríl n.k. vegna COVID19. Bannið mun hafa mikil áhrif á allt samfélagið. Skólastarfið er mikilvægur hlekkur í að halda samfélaginu okkar gangandi eins lengi og kostur er. Skólum og starfsemi þeirra hafa verið sett viðmið í starfsemi sem þarf að uppfylla og þeir stilla sér í framlínu sem hluti af almannavörnum landsins.
Leikskólar á Akranesi munu taka þetta nýja hlutverk sitt alvarlega og gera sitt allra besta til að sinna því eins vel og þeim er fært með skynsemi og jákvæðni að leiðarljósi og með öryggi barna og starfsfólks í forgrunni í breyttri starfsemi á margan hátt. Biðlað er til foreldra leikskólabarna að sýna þessu fordæmalausa ástandi skilning og viðhorf þeirra og samvinna skiptir miklu máli.
Opnunartími leikskóla frá 17. mars -13. apríl 2020
- Opnunartími leikskólanna verður frá kl: 07:45 -15:00
- Sótthreinsa þarf skólana og leikefni í lok dags til að undirbúa opnun daginn eftir og mun þurfa að gefa rými og tíma til þess innan skólanna þar sem þessi vinna verður í höndum starfsmanna
- Ef aðstæður breytast verður þessi ákvörðun endurskoðuð og foreldrar upplýstir hið fyrsta
Barnahópurinn
- Helmingur barnahóps hverrar deildar getur mætt og hinn hlutinn tekur daginn heima (systkini eru tekin saman). Hver leikskóli vinnur mætingarlista fyrir vikulega til upplýsinga fyrir foreldra.
- Starfsfólk hverrar deildar sinnir sinni deild og sínum barnahópi. Mikilvægt er að takmarka flæði milli deilda og þetta fyrirkomulag ætti að veita börnunum öryggi og vellíðan.
- Metin verður sértæk þörf ákveðinna barna í samráði við foreldra þeirra og ákvörðun um þeirra tíma verður tekin eftir það samtal
- Foreldrar, sem eru heima (fæðingarorlof, fjarvinna, sóttkví eða aðrar ástæður) geri sitt til að halda börnum sínum heima til að létta á starfsemi og skipulagi leikskóla
- Foreldrar barna með undirliggjandi sjúkdóma þurfa að eiga samráð við sinn lækni og meta stöðu / aðstæður síns barns
- Foreldrar, sem tilheyra heilbrigðisstéttum, eru hvattir til að ræða sérstaklega við leikskólastjóra ef taka þarf tillit til starfa þeirra (leggja fram vaktaskipulag, hvernig annað foreldrið leysir líka)
- Viðvera og fjarvistir barna verða skráðar sérstaklega þennan tíma. Ákvörðun um hvaða áhrif fjarvistir hafa á leikskólagjöld verða tekin af þar til bærum aðilum hjá Akraneskaupstað.
Að koma með og sækja
- Í lok dags verður skilað úti ef veður leyfir. Þannig er hægt að takmarka aðgang inn í leikskólann
- Foreldrar eru beðnir að sjá um að koma með börnin og sækja, ekki biðja aðra að sinna því hlutverki.
- Tæma þarf fatahólfin dag hvern svo hægt sé að sótthreinsa þau fyrir næsta dag.
- Foreldrar eru í forvarnarhlutverki þegar þeir koma inn í leikskóla og mikilvægt að þeir taki það hlutverk alvarlega. Handþvottur /hreinlæti og sprittun eru lykilþættir þar.
- Ef margir eru samankomnir í fataherbergjum skólans eru foreldrar beðnir að meta hvort þeir þurfi að hinkra aðeins fyrir utan á meðan aðrir foreldrar eru þar með sín börn.
Fundað verður reglulega þar sem nýjar upplýsingar verða metnar og starfsemi endurskoðuð ef og þegar þarf.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember