Fara í efni  

Rauð veðurviðvörun á Akranesi - Skólar og íþróttamannvirki lokuð 6.febrúar.

Kort/Veðurstofa Íslands
Kort/Veðurstofa Íslands

Á morgun, fimmtudag 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð veðurviðvörun frá kl. 8:00-13:00 og spáð aftaka veðri á Akranesi.

Tilmæli frá Ríkislögreglustjóra í samráði við lögregluna á Vesturlandi og Almannavarnir, vegna yfirlýsingu um hættustig Almannavarna vegna ofsaveðurs, eru að fólk sé ekki á ferli utandyra á meðan veður gengur yfir.

Að þeim sökum verður skólahald að mestu fellt niður í Brekkubæjarskóla og leikskólum Akraneskaupaðar á morgun – sjá nánari tilkynningar frá skólunum í gegnum upplýsingasíður og skólakerfi þeirra.

ATHUGIÐ ef veðrið gengur niður fyrr en ætlað er, og óhætt verður að vera á ferðinni, verða sendar út tilkynningar um opnun skóla í fyrramálið.

Vakin er athygli á því Íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar verða einnig lokuð til kl. 13:00 á morgun.

Minnum á nauðsyn þess að festa lausamuni til að koma í veg fyrir foktjón og að losa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Vinsamlegast fylgist mjög vel með veðurspám.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00