Reglur um lóðaúthlutun og endurnýjuð gjaldskrá
Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í dag, þann 16. júlí, nýjar reglur um úthlutun lóða og gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald og tengigjald fráveitu.
Í reglunum er gert ráð fyrir að bæjarráði sé heimilt að lækka gjaldskrána um allt að 25% til uppbyggingar á leiguhúsnæði, ef eftirspurn er metin of lítil eftir lóðum og ef aðstæður við gatnagerð eru hagstæðar og raunkostnaður við uppbyggingu viðkomandi hverfis því minni en hefðbundið má telja. Bæjarráði er ennfremur heimilt að lækka eða fella niður gjöld vegna sérhæfðs félagslegs húsnæðis, svo sem sambýla fyrir fatlaða, þjónustuíbúða fyrir aldraða og félagslegs leiguhúsnæðis enda sé slíkt húsnæði í eigu stofnana, félagasamtaka eða félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Í reglunum er gert ráð fyrir takmörkun á fjölda lóða sem hver umsækjandi getur sótt um, nema ef um t.d. byggingu leiguhúsnæðis er að ræða. Í gjaldskránni er kveðið á um að Akraneskaupstað sé heimilt að taka lóð tilbaka ef aðstæður breytast en ekki skylt. Í tengslum við samþykkt nýrrar gjaldskrár fól bæjarráð skipulags- og umhverfisráði að skoða breytt nýtingarhlutfall á einbýlishúsalóðum í Skógarhverfi II. Markmiðið er að lækka kostnað vegna lóða í hverfinu.
Með nýjum reglum og nýrri gjaldskrá falla þær eldri úr gildi en eldri lóðaúthlutunarreglur voru frá árinu 2007 og gjaldskrá gatnagerðagjalda og stofngjald fráveitu, nú tengigjald fráveitu, voru frá árinu 2011.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember