Reglur um umgengni og þrifnað utanhúss á Akranesi
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 13. október, reglur um umgengni og þrifnað utanhúss á Akranesi. Með nýju reglunum er eigendum eða umráðamönnum húsa og lóða gert skylt að halda eignum vel við, hreinum og snyrtilegum þ.á.m. húsum, lóðum og girðingum. Þá er bannað er að skilja eftir, flytja eða geyma lausamuni á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir um smærri hluti og t.d. kerrur, bílhluta, bílflök, o.s.frv. Einnig er óheimilt að geyma báta, kerrur, skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja, tæki, vinnuvélar, bílflök eða aðra hluti á bifreiðastæðum sveitarfélagsins, við götur og/eða á almannafæri. Heilbrigðisnefnd Vesturlands er heimilt að láta fjarlægja slíka hluti á kostnað og ábyrgð eiganda að undangenginni viðvörun. Reglurnar byggjast á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002.
Hægt er að skoða reglurnar hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember