Rekstrarafkoma bæjarsjóðs betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skuldahlutfall fer lækkandi
Ársreikningur Akraneskaupstaðar var lagður fram í bæjarráði fimmtudaginn 19. apríl síðastliðinn og var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fór fram þann 25. apríl.
Afkoma Akraneskaupstaðar á árinu 2016 er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, rekstrarniðurstaða A-hluta nam 152,9 m.kr. fyrir óreglulega liði. Til óreglulegra liða á árinu má telja uppgjör lífeyrisskuldbindinga hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða sem nam 30,1 m.kr. Rekstrarafkoma A- hluta, að teknu tilliti til óreglulegra liða, nam því 122,9 m.kr. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016, ásamt viðaukum, gerði ráð fyrir að rekstrarafkoma myndi nema 93,2 m.kr. fyrir óreglulega liði og 66,6 m.kr. að teknu tilliti til óreglulegra liða.
Skuldahlutfall A- hluta fer áfram lækkandi og er 99% í árslok 2016 en var 104% í árslok 2015. Afborganir langtímalána A- hluta á árinu nam 300,2 m.kr. og lækkuðu langtímaskuldir um 246,4 m.kr. á árinu. Veltufé frá rekstri A- hluta nam 925,2 m.kr. og veltufé frá rekstri sem hlutfall af rekstrartekjum er því 16,4%. Eigið fé A- hluta í árslok nam 6.719,8 m.kr. og eiginfjárhlutfall A- hluta helst óbreytt milli ára og er í árslok 55%.
Rekstrarniðurstaða samstæðunnar, þ.e. A- og B- hluta, var betri en til stóð og nam rekstrarafkoma samstæðunnar fyrir óreglulega liði 120,3 m.kr. en fjárhagsáætlun ársins hafði gert ráð fyrir 44,7 m.kr. í rekstrarafkomu. Rekstrarafkoma samstæðunnar að teknu tilliti til uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum Höfða nam 1.015,1 m.kr.
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga miðast meðal annars við að skuldaviðmið sveitarfélaga séu undir 150%, þ.e. að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B- hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum sveitarfélagsins. Skuldaviðmið samstæðu Akraneskaupstaðar, þ.e. A- og B- hluta, í árslok 2016 er 62%. Eiginfjárhlutfall samstæðu í árslok 2016 er 53% en var 45% í árslok 2015. Veltufjárhlutfall samstæðunnar mælist 1,7 í árslok 2016 og er sveitarfélagið því vel í stakk búið til að inna af hendi nauðsynlegar greiðslur á næstu 12 mánuðum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember