Römpum upp Ísland
Starfsmenn verkefnisins Römpum upp Ísland, hófust handa á Akranesi með uppsetningu ramps við veitingastaðinn Gamla kaupfélagið í morgun. Búið er að finna um það bil 20 römpum stað á Akranesi við byggingar sem hýsa alls kyns starfsemi og aðkallandi er að bæta aðgengi að. Fimmtudaginn 14. júlí er stefnt að vígslu 70. rampsins í miðbæ Akraness. Markmiðið með römpunum er að auka aðgengi hreyfihamlaðra og gera þeim kleift að sækja þjónustu í verslunum, á veitingastöðum, hársnyrtistofum o.s.frv. án aðstoðar. Megináhersla er lögð á að hefjast handa við að bæta aðgengið á miðsvæði Akraness og við þá staði sem mest eru sóttir.
Römpum upp Ísland stefnir að því að lokið verði uppsetningu 1000 nýrra rampa um allt Ísland innan fjögurra ára eða fyrir 11. mars 2026. Þetta er mikilfengleg gjöf til okkar Íslendinga og eykur jöfnuð í aðgengismálum allra hér á landi. Frumkvöðull verkefnisins Römpum upp Ísland er Haraldur Þorleifsson sem stofnaði hönnunarfyrirtækið Ueno og er stjórnandi hjá Twitter.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember