Sæskrímsli á Langasandi - Leikskólinn Akrasel
Þema Barnamenningar hátíðar Akraneskaupstaðar í ár var SKRÍMSLI og var lögð áhersla á FJÖRURNAR okkar, náttúruperlurnar sem faðma bæinn okkar. Úr því varð til afar skemmtilegt skapandi fræðsluverkefni þar sem börn og ungmenni bæjarins sköpuðu sín eigin sæskrímsli í völdum fjörum. Í tilefni af hátíðinni fengu öll börn í leik- og grunnskólum á Akranesi afhendan fræðslubækling um fjörurnar okkar. Einnig var komið upp skiltum í öllum fjörum sem vísa á nýja heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um fjörurnar. Með þessu vildum við kynna fyrir bæjarbúum umhverfið okkar, fjölbreyttu lífríki og sögunni sem þar má finna og rifja upp ánægjuna sem því fylgir að fara í fjöruferðir og gleyma sér um stund.
Á Langisandi, í Krókalóni, Kalmansvík, Höfðavík og Skarfavör má finna skemmtilega skrásetningu á frábærum sæskrímsla verkefnum sem elstu deildir leikskólanna, 3. – 7. bekkur grunnskólanna beggja og nemendur á unglingastigi hafa unnið í samvinnu við kennara, Þorpið og listafólk í bæjarfélaginu.
Leikskólarnir okkar fengu alveg frábæra heimsókn frá þeim Helenu Guttormsdóttur (Hellu) og Kristrúnu Sigurbjörnsdóttur (Krissu) þar sem þær fjölluðu um lífríki fjaranna og skapandi kveikjur sem finna má í fjörum.
Hér fyrir neðan má sjá sæskrímsla verkefni sem leikskólinn Akrasel vann á Langasandi á Barnamenningarhátíð í maí.
Ljósmyndir tók Guðni Hannesson.
Hér má sjá myndaalbúm með Sæskrímslunum.
Illhvelið Rauðhöfði
Elstu börnin á Akraseli hlustuðu á söguna um illhvelið Rauðhöfða, sem synti um Faxaflóann og grandaði mörgum mönnum og skipum þeirra. Krakkarnir teiknuðu og lituðu mynd eftir sögunni og hanga þær myndir í gluggum leikskólans, gestum og gangandi til fróðleiks og yndiauka.
Farið var á Langasand, n.t.t. við Sólmundarhöfða þar sem krakkarnir fengu útrás við listsköpun á "sínu" sæskrímsli (með vísun í Rauðhöfða). Efniviðurinn var ýmis konar drasl og fjörugróður sem krakkarnir höfðu fundið í fjöruferðum sínum fyrr í mánuðinum.
Á meðan á listsköpuninni stóð mátti sjá mikla gleði og innlifun þar sem krakkarnir yfirfærðu innihald sögunnar yfir í "hræðilegt sæskrímsli", búið til úr sandi, þara- og fjörugróðri og fleiru sem finna mátti í fjörunni, sem át allt það sem fyrir augu þess bar (m.a. krabbaskeljar, plast, gras og fl.).
Gleðin var alls ráðandi og ljóst að að nýta má sagnaauð okkar íslendinga í skemmtileg verkefni með börnum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember