Sæskrímsli á Langasandi - Leikskólinn Vallarsel
Þema Barnamenningar hátíðar Akraneskaupstaðar í ár var SKRÍMSLI og var lögð áhersla á FJÖRURNAR okkar, náttúruperlurnar sem faðma bæinn okkar. Úr því varð til afar skemmtilegt skapandi fræðsluverkefni þar sem börn og ungmenni bæjarins sköpuðu sín eigin sæskrímsli í völdum fjörum. Í tilefni af hátíðinni fengu öll börn í leik- og grunnskólum á Akranesi afhendan fræðslubækling um fjörurnar okkar. Einnig var komið upp skiltum í öllum fjörum sem vísa á nýja heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um fjörurnar. Með þessu vildum við kynna fyrir bæjarbúum umhverfið okkar, fjölbreyttu lífríki og sögunni sem þar má finna og rifja upp ánægjuna sem því fylgir að fara í fjöruferðir og gleyma sér um stund.
Á Langisandi, í Krókalóni, Kalmansvík, Höfðavík og Skarfavör má finna skemmtilega skrásetningu á frábærum sæskrímsla verkefnum sem elstu deildir leikskólanna, 3. – 7. bekkur grunnskólanna beggja og nemendur á unglingastigi hafa unnið í samvinnu við kennara, Þorpið og listafólk í bæjarfélaginu.
Leikskólarnir okkar fengu alveg frábæra heimsókn frá þeim Helenu Guttormsdóttur (Hellu) og Kristrúnu Sigurbjörnsdóttur (Krissu) þar sem þær fjölluðu um lífríki fjaranna og skapandi kveikjur sem finna má í fjörum.
Hér fyrir neðan má sjá sæskrímsla verkefni sem leikskólinn Vallarsel vann á Langasandi á Barnamenningarhátíð í maí.
Ljósmyndir tók Guðni Hannesson.
Flugdrekarnir á Langasandi!
Börnin á Lundi í Vallarseli voru í skrímslaþemavinnu fyrir barnamenningarháðtíðina á Akranesi og fengum við Langasand til að vinna út frá. Við unnum verkefni af ýmsum toga sem voru bæði fjölbreytt og skemmtileg.
Við lásum og hlustuðum á skrímsla sögur ásamt því að Kristrún Sigurbjörnsdóttir kom til okkar og sagði okkur frá Katanesskrímslinu. Við fengum líka Kristrúnu og Helenu Guttormsdóttur til okkar í heimsókn og þær fræddu okkur um lífríkið á Langasandi og hvað er sérstakt við fjöruna. Þær komu meðal annars með steina, þara og þarablöðkur. Bæði lifandi og dauða krossfiska og kuðunga sem við lögðum við eyrað og heyrðum í sjónum. Þær leyfðu okkur að koma við og finna lyktina og við fengum einnig að smakka söl.
Við lærðum lagið Ég er lítið lasið skrímsli og fluttum það í bókabúðinni. Við fórum einnig í hljóðverið í Tónlistarskólanum og tókum upp lagði Loftið úr Þúsaldarljóðunum. Birte og Imma komu til okkar í heimsókn og buðu upp á skrímsla sögu skemmtun.
Hér má sjá myndaalbúm með Sæskrímslunum.
Lokaverkefnið var svo skrímslaflugdrekar sem við fórum með á Langasand. Við fengum nokkra foreldra til að koma með okkur og allir hjápuðust að við að koma skrímslunum á flug. Allir skemmtu sér mjög vel.
Hér að neðan má sjá ljósmyndir sem Guðni Hannesson tók af hópnum rúlla við fallegt undirspil þar sem börnin syngja lag um vatnið og vindinn.
Vangaveltur barnanna.
Hvað fannst þér skemmtilegast eða eftirminnilegast í skrímslavinnunni?
„Að búa til minn flugdreka.“
„Að fá mömmu með að flúga flugdrekanum.“
„Að minn flugdreki flaug í marga hringi og skaust svo niður.“
„Að fara út með flugdrekann.“
„Að vera með vin og sleppa bandinu og flugdrekinn flaug hátt alveg einn.“
Hvernig eru skrímsli?
„Risa vígtennur.“
„Með beitta tungu.“
„Mörg skrímsli eru græn og með þrjú augu.“
„Skrímsli eru blá.“
„Með brodda á bakinu.“
„Flott.“
„Húðin er glær og það sést í blóðið og æðar og hjartað og tennur og bein.“
„Virðast vera góð en eru vond.“
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember