Sæskrímsli - Götuleikhús BREYTT STAÐSETNING
Stærsti götuleikhúsviðburður landsins mætir á Akranes 4. júní! Algjört kirsuber á toppinn fyrir Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar.
Um er að ræða flutning á verkinu Sæskrímslin, götuleikhús-sýningu Sirkúshópsins Hringleiks sem frumflutt verður á Listahátíð í Reykjavík þann 1 júní. Sæskrímslin hefja ferð sína í höfuðborginni og fara svo á Akranes, Ísafjörð, Húsavík og Neskaupsstað og allir þessir viðburðir eru hluti af Listahátíð.
Þetta er eitthvað sem ekkert okkar ætti að láta framhjá sér fara - Sýningin átti upphaflega að fara fram á Akraneshöfn en vegna veðurst verður hún flutt inn í Hafbjargarhús við Akranesvita og hefst sýningin klukkan 17:15. Við hvetjum öll áhugasöm til að láta sjá sig á þessum frábæra menningarviðburði.
ATH að vegna breyttrar staðsetningar þarf að aðgangsstýra inn á sýninguna og því takmarkað pláss.
Vinsamlegast skráið ykkur hér svo hægt sé að áætla fjölda: https://forms.office.com/e/bub3U2TANB?origin=lprLink
Þess má geta að 10 ungmenni Akraneskaupstaðar munu taka þátt í sýningunni!
Lesa nánar um verkefnið hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember