Sæskrímsli í Kalmansvík - Leikskólinn Garðasel
Þema Barnamenningar hátíðar Akraneskaupstaðar í ár var SKRÍMSLI og var lögð áhersla á FJÖRURNAR okkar, náttúruperlurnar sem faðma bæinn okkar. Úr því varð til afar skemmtilegt skapandi fræðsluverkefni þar sem börn og ungmenni bæjarins sköpuðu sín eigin sæskrímsli í völdum fjörum. Í tilefni af hátíðinni fengu öll börn í leik- og grunnskólum á Akranesi afhendan fræðslubækling um fjörurnar okkar. Einnig var komið upp skiltum í öllum fjörum sem vísa á nýja heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um fjörurnar. Með þessu vildum við kynna fyrir bæjarbúum umhverfið okkar, fjölbreyttu lífríki og sögunni sem þar má finna og rifja upp ánægjuna sem því fylgir að fara í fjöruferðir og gleyma sér um stund.
Á Langisandi, í Krókalóni, Kalmansvík, Höfðavík og Skarfavör má finna skemmtilega skrásetningu á frábærum sæskrímsla verkefnum sem elstu deildir leikskólanna, 3. – 7. bekkur grunnskólanna beggja og nemendur á unglingastigi hafa unnið í samvinnu við kennara, Þorpið og listafólk í bæjarfélaginu.
Leikskólarnir okkar fengu alveg frábæra heimsókn frá þeim Helenu Guttormsdóttur (Hellu) og Kristrúnu Sigurbjörnsdóttur (Krissu) þar sem þær fjölluðu um lífríki fjaranna og skapandi kveikjur sem finna má í fjörum.
Við byrjum á því að kynna ykkur fyrir sæskrímsla verkefni sem Leikskólinn Garðasel vann í Kalmansvík á Barnamenningarhátíð í maí.
Ljósmyndir tók Guðni Hannesson.
Ruslaskrímslið!
Elstu börn á leikskólanum Garðaseli fengu það verkefni að búa til sæskrímsli í Kalmansvík í tengslum við barnamenningarhátíð á Akranesi.
Börnin hófu sína sæskrímslavinnu með allskonar skemmtilegum verkefnum. Þau hlustuðu til dæmis á sögu um sæskrímsli, teiknuðu sín eigin sæskrímsli, fóru í tvær ferðir í Kalmansvík til að fá hugmyndir um hvernig þau vildu hafa sitt sæskrímsli þar og gerðu lítil sæskrímsli úr allskyns efniviði sem voru hengd upp í leikskólanum.
Þau fundu fullt af allskonar hlutum í fjörunni sem þau notuðu til að búa til skrímslið. Þau töluðu um að setja húð, tungur, horn, hala, augu, nef, tennur og hár á skrímslið. Úr varð þetta glæsilega sæskrímsli sem er á myndunum sem hér fylgja.
Eftir miklar nafna pælingar fyrir skrímslið komust börnin að niðurstöðu með að það ætti að heita Ruslaskrímslið.
Hér má sjá myndaalbúm með myndunum úr Kalmansvík.
Hátíðin var styrkt af Barnamenningarsjóði Rannís og Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi og færum við þeim okkar bestu þakkir.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember