Sæskrímsli í Skarfavör - Frístund, Brekkubæjarskóli og Grundaskóli í samvinnu við Tinnu Royal.
Þema Barnamenningar hátíðar Akraneskaupstaðar í ár var SKRÍMSLI og var lögð áhersla á FJÖRURNAR okkar, náttúruperlurnar sem faðma bæinn okkar. Úr því varð til afar skemmtilegt skapandi fræðsluverkefni þar sem börn og ungmenni bæjarins sköpuðu sín eigin sæskrímsli í völdum fjörum. Í tilefni af hátíðinni fengu öll börn í leik- og grunnskólum á Akranesi afhendan fræðslubækling um fjörurnar okkar. Einnig var komið upp skiltum í öllum fjörum sem vísa á nýja heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um fjörurnar. Með þessu vildum við kynna fyrir bæjarbúum umhverfið okkar, fjölbreyttu lífríki og sögunni sem þar má finna og rifja upp ánægjuna sem því fylgir að fara í fjöruferðir og gleyma sér um stund.
Á Langisandi, í Krókalóni, Kalmansvík, Höfðavík og Skarfavör má finna skemmtilega skrásetningu á frábærum sæskrímsla verkefnum sem elstu deildir leikskólanna, 3. – 7. bekkur grunnskólanna beggja og nemendur á unglingastigi hafa unnið í samvinnu við kennara, Þorpið og listafólk í bæjarfélaginu.
Leikskólarnir okkar fengu alveg frábæra heimsókn frá þeim Helenu Guttormsdóttur (Hellu) og Kristrúnu Sigurbjörnsdóttur (Krissu) þar sem þær fjölluðu um lífríki fjaranna og skapandi kveikjur sem finna má í fjörum.
Hér fyrir neðan má sjá sæskrímsla verkefni sem grunnskólarnir unnu í Skarfavör í samvinnu við Þorpið frístundamiðstöð og Tinnu Royal á Barnamenningarhátíð í maí.
Ljósmyndir tók Guðni Hannesson.
Hér má sjá myndaalbúm með Sæskrímslunum.
Skrímsli eru þemað og Skarfavör er staðurinn. Skarfavör.. vör.. í vari.. skjól. Í skjóli á að gera hreiður. Skrímsli eru mömmur líka. Hugmyndin kviknaði í þankagangi svipuðum og þessum þegar við stóðum í Skarfavör.
Ákveðið var að bjóða börnum að útbúa stærðarinnar hreiður í fjörunni úr efni sem finndist í nær-umhverfinu. Reknir voru niður girðingastaurar í hring svo að verkið ætti betri möguleika að haldast í veðrum sumarsins. Safnað hafði verið saman niðurskornum greinum úr görðum víðsvegar úr bænum og var stærðarinnar haugur kominn við svæðið.
Útskýrt var fyrir börnunum hvernig best væri að "vefa" hreiður úr efninu. Börnin gengu hreint til verks og voru yfirfull af spennu og tilhlökkun og vissu nákvæmlega hvað þurfti að gera og skipuðu þau sér sjálf í sveitir. Einn hópurinn sótti greinar úr haugnum og drógu til þeirra sem höfðu skipað sig í "vefnað". Þriðji hópurinn sótti þara og fallegar skeljar til að mýkja og fegra Hreiðrið fyrir verðandi Skrímsla Mömmuna. Fyrsta daginn kláraðist haugurinn. Næsta dag var annar eins haugur kominn. Það var nauðsynlegt því að þétta og stækka þurfti hreiðrið. Krakkarnir sem kunnu tökin kenndu þeim krökkum sem komu nýjir á öðrum degi. Í lok dagsins var traust og þétt hreiður tilbúið til notkunnar!
En þá er stóra spurningin, hver býr í hreiðrinu? Hvernig lítur skrímslið út? Getið þið ímyndað ykkur það?
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember