Sævar Freyr lætur af störfum sem bæjarstjóri Akraness
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri lýkur störfum fyrir Akraneskaupstað í lok mars en hann hefur verið ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Af þessu tilefni sendir bæjarstjórn Akraness frá sér eftirfarandi tilkynningu:
„Bæjarstjórn Akraness óskar Sævari Frey til hamingju með nýja starfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi, en hann mun láta af störfum þann 31. mars næstkomandi. Bæjarstjórn þakkar Sævari Frey fyrir afar ánægjulegt og árangursríkt samstarf undanfarin ár. Það er fengur fyrir OR að fá svo öflugan mann í starf forstjóra og er það fagnaðarefni fyrir okkur sem einn af eigendum OR.“
“Nú taka við ný og afar spennandi verkefni hjá OR sem eru mikilvæg fyrir samfélagið allt. Það mun fylgja söknuður af samstarfi við einstakan mannauð hjá Akraneskaupstað sem alla daga leggur sig fram við að veita íbúum framúrskarandi þjónustu, mennta börnin okkar og sinna velferð bæjarbúa. Akranes er í mikilli sókn og í miklum uppbyggingarfasa og kveð ég stoltur. Að hafa verið bæjarstjóri í bænum sem ég ólst upp í og elska, fyrir fólkið og atvinnustarfsemina, hafa verið forréttindi. Ég mun kappkosta að nýta þær vikur sem ég á eftir með ykkur í að fylgja eftir og koma í góðan farveg spennandi verkefnum í atvinnu- og byggðaþróun sem við höfum unnið að fyrir afar kraftmikla og metnaðarfulla bæjarstjórn.” segir Sævar Freyr af þessu tilefni.
Nú hefst leit að nýjum bæjarstjóra en Steinar Adolfsson sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs mun gegna starfinu eftir að Sævar lýkur störfum og þar til nýr bæjarstjóri tekur til starfa.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember