Samið við Skófluna hf. um gerð göngustígs við Garðalund og á Breið
Þriðjudaginn 14. ágúst síðastliðinn var undirritaður verksamningur við Skófluna hf. um gerð göngustígs frá Ketilsflöt að Garðalundi og að útbúa steyptan stíg/ götu á Breið. Alls bárust þrjú tilboð í verkið sem opnað var 17. júlí síðastliðinn og var Skóflan hf. lægstbjóðandi með 32,6 m.kr. Framkvæmdir hefjast nú í ágúst og á að vera lokið eigi síður en 30. september næstkomandi.
Verkið felst í að malbika þriggja metra breiðan göngu- og hjólastíg frá Ketilsflöt að Garðalundi, vestan götunnar eða í beinu framhaldi að stíg sem var lagður árið 2017 sem og einnig að gera stíg/götu frá timburbryggju að svokölluðu Hafbjargarhúsi á Breið. Síðari framkvæmdin er í samræmi við styrkveitingu sem Akraneskaupstaðar fékk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í apríl sl. vegna verkefnisins „Vitastígur á Breið“. Styrkurinn, samtals kr. 11,1 m.kr., var veittur til að ljúka við um 150 metra langan stíg frá bílastæði og aðkomutorgi að áningarstaðnum, yst á tanganum á Breið. Stígurinn er liður í heildarskipulagi fyrir nýjan öflugan ferðamannastað sem Breiðin er þegar orðin og er áhersla lögð á að það verði gott aðgengi fyrir alla að svæðinu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember