Samningur milli Akraneskaupstaðar og KFÍA um Norðurálsmótið
Á fyrsta leik ÍA í Pepsimax deildinni gegn KA þann 27. apríl síðastliðinn var samningur undirritaður milli Akraneskaupstaðar og KFÍA um aðkomu kaupstaðarins að Norðurálsmótinu í knattspyrnu. Samningurinn gildir til þriggja ára, frá 2019-2021 og greiðir kaupstaðurinn árlega 3,1 m.kr. sem tekur verðlagsbreytingum milli ára.
Norðurálsmótið er haldið ár hvert á Akranesi þar sem 7. flokkur drengja í knattspyrnu kemur saman til þess einungis að spila fótbolta og hafa gaman. Þátttakendur mótsins eru 1500 talsins frá um 36 aðildarfélögum víðsvegar á landinu. Forsvarsmenn KFÍA sjá um allt skipulag sem tengist mótinu og koma að vinnu við mótið mikill fjöldi sjálfboðaliða. Mótið fer fram á Jaðarsbökkum, en þar er gríðarstórt útisvæði hannað fyrir iðkun knattspyrnu. Einnig er Akraneshöllin mikið notuð á mótinu þar sem gæði vallar og aðstöðu eru til fyrirmyndar. Gistiaðstaða fyrir keppendur eru í tveimur grunnskólum Akraneskaupstaðar, þeim Brekkubæjarskóla og Grundarskóla. Einnig er gist í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þar að auki eru tjaldsvæði í bænum alltaf fullnýtt á meðan móti stendur.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember