Samningur um lífeyrisskuldbindingar
Í dag var gengið frá samningi um útfærslu vegna yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimilisins Höfða. Samningurinn var sá fyrsti sem nýr fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, undirritaði í krafti embættis síns. Með undirritun samningsins lauk margra ára baráttumáli forsvarsmanna hjúkrunarheimilisins Höfða og Akraneskaupstaðar gagnvart fjármálaráðuneytinu en samningurinn hljóðar upp á yfirtöku á rúmlega eins milljarðs króna skuldbindingu. Í ársbyrjun 2016 var skipaður starfshópur fjármálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fara yfir lífeyrisskuldbindingar vegna samrekstrarverkefna ríkis og sveitarfélaga. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness var einn af þremur fulltrúum sveitarfélaga í nefndinni. Fulltrúar sveitarfélaganna lögðu áherslu á að lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila yrðu forgangsverkefni nefndarinnar og í rammasamningi um þjónustu og starfsemi hjúkrunarheimila sem gerður var síðastliðið haust var sett inn ákvæði þar að lútandi. Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu síðan samning um yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila þann 28. október síðastliðinn. Útgjöld vegna samningsins voru samþykkt á Alþingi í fjáraukalögum vegna ársins 2016.
Auk samningsins við Akranes í dag undirritaði ráðherra samning við bæjarstjóra Akureyrar um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga kaupstaðarins. Í næstu viku er áætlað að undirrita samninga við fleiri sveitarfélög.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember